Tónlist

Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Krakkarnir í Of Monsters and Men gefa út nýja plötu í sumar
Krakkarnir í Of Monsters and Men gefa út nýja plötu í sumar
Önnur breiðskífa Of Monsters And Men kemur út hér á landi þann 8. júní á vegum Record Records. Fyrsta lag plötunnar hefur hlotið nafnið Crystals og má heyra hér í fyrir neðan. Í textamyndbandi við lagið fer Siggi Sigurjóns á kostum en framleiðsla og leikstjórn var í höndum Tjarnargötunnar.

Platan kemur til með að innihalda ellefu lög þegar hún kemur út erlendis en hér á landi, og á viðhafnarútgáfum, munu lögin Backyard og Winter Sound bætast við. Þau verða því alls þrettán.

Síðasta ári hefur sveitin varið í Los Angeles og á Íslandi með upptökustjóranum Rich Costey sem hefur meðal annars unnið með sveitum á borð við Muse, Foster The People og Death Cab For Cutie. 

Síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út hefur leiðin legið upp á við og hljómsveitin spilað á fjölmörgum hátíðum víða um heim. Einnig hafa lög hennar heyrst í kynningarmyndböndum meðal annars fyrir iPhone 5 og The Secret Life of Walter Mitty auk þess að lagið Silhouetts var sérsamið fyrir kvikmyndina The Hunger Games: Cathing Fire. 

Lagalisti Beneath the Skin:

  1. Crystals
  2. Human
  3. Hunger
  4. Wolves Without Teeth
  5. Empire
  6. Slow Life
  7. Organs
  8. Black Water
  9. Thousand Eyes
  10. I Of The Storm
  11. We Sink
  12. Backyard
  13. Winter Sound

Tengdar fréttir

Frá Airwaves til OMAM

Kamilla Ingibergsdóttir hefur unnið fyrir Iceland Airwaves í 6 ár en er nú að fara að vinna fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.