Sjálfakandi Audi frá San Francisco til New York Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 15:00 Audi SQ5 bíllinn sem aka mun þvert yfir Bandaríkin án ökumanns. Fyrirtækið Delphi Automotive er að leggja af stað eftir nokkra daga í lengstu ökuferð sem farin hefur verið á sjálfakandi bíl. Lagt verður af stað á Audi SQ5 bíl frá San Francisco til New York og er vegalengdin þar á milli er 5.633 kílómetrar. Ferðin hefst 22. mars og endar 3. apríl, en þann dag hefst bílasýningin í New York. Ekki er það nú svo að bíllinn verði alveg tómur á leiðinni, en tveir verkfræðingar munu sitja í bílnum, þó svo meiningin sé að þeir muni aldrei aka bílnum sjálfir. Með þessari ferð ætlar Delphi að safna frekari upplýsingum til þróunar á búnaði sínum fyrir sjálfakandi bíla. Delphi ætlar einnig að prófa öryggiskerfi frá Mobileye sem kemur í veg fyrir að hægt sé að aka á aðra bíla og tengist bremsubúnaði Audi bílsins. Delphi Automotive, sem áður var deild innan General Motors, vill meina að allir nýir bílar gætu verið með sjálfakandi búnaði árið 2020, jafnvel þó að flestir muni enn kjósa að aka bílum sínum sjálfir. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Fyrirtækið Delphi Automotive er að leggja af stað eftir nokkra daga í lengstu ökuferð sem farin hefur verið á sjálfakandi bíl. Lagt verður af stað á Audi SQ5 bíl frá San Francisco til New York og er vegalengdin þar á milli er 5.633 kílómetrar. Ferðin hefst 22. mars og endar 3. apríl, en þann dag hefst bílasýningin í New York. Ekki er það nú svo að bíllinn verði alveg tómur á leiðinni, en tveir verkfræðingar munu sitja í bílnum, þó svo meiningin sé að þeir muni aldrei aka bílnum sjálfir. Með þessari ferð ætlar Delphi að safna frekari upplýsingum til þróunar á búnaði sínum fyrir sjálfakandi bíla. Delphi ætlar einnig að prófa öryggiskerfi frá Mobileye sem kemur í veg fyrir að hægt sé að aka á aðra bíla og tengist bremsubúnaði Audi bílsins. Delphi Automotive, sem áður var deild innan General Motors, vill meina að allir nýir bílar gætu verið með sjálfakandi búnaði árið 2020, jafnvel þó að flestir muni enn kjósa að aka bílum sínum sjálfir.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent