Fékk ekki að fljúga í dag út af óveðrinu í gær Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 16:38 Anna Kristín missti af skírn barnabarns síns vegna mistaka hjá Icelandair. Vísir/Pjetur Kona sem var á leið með Icelandair til London í morgun til að vera viðstödd skírn barnabarn síns fékk ekki að fljúga með félaginu vegna óveðursins í gær. Það kom ekki í ljós fyrr en hún reyndi að skrá sig inn í flugið á Keflavíkurflugvelli í morgun en hún fékk engar skýringar á breytingunum. „Það er verið að fara að skíra barnabarnið mitt,“ segir Anna Kristín Kristinsdóttir sem átti bókað flug til London með Icelandair um klukkan níu í morgun. „Ég er með veisluföngin fyrir skírnarveisluna í töskunni minni,“ segir hún en sérstök íslensk messa var klukkan tvö í dag þar sem barnið var skírt. Var ekki látin vita Anna segist hafa reynt að skrá sig inn í flugið í sjálfsafgreiðsluvél sem er á flugvellinum en það hafi ekki gengið. Þá hafi hún beðið í röð þar við innskráningarborðin og þegar kom að henni var henni tilkynnt að hún fengi ekki sæti í vélinni. „Ég spurði hvernig stæði á því og fékk þau svör að það væri út af veðrinu í gær,“ segir hún. Þjónustufulltrúinn gaf henni kost á að fá flug klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Hún segist ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju tafir á flugi í gær hefðu áhrif á hennar bókun. „Ég er búin að eiga bókað far síðan 18. nóvember,“ segir Anna sem furðar sig á vinnubrögðum Icelandair . Hún segist hafa farið fram á endurgreiðslu á miðanum en fengið þau svör að beiðni um slíkt tæki fjórar til fimm vikur í afgreiðslu. Mannleg mistök segir Icelandair Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair , segir félagið harma mistökin. „Það voru gerð mistök í tölvuvinnslu sem veldur því að fólk sem átti bókað var sett á biðlista á sínu flugi,“ segir hann. „En þetta eru mistök sem við hörmum og við reynum að bæta fyrir.“ Guðjón segir að mistökin hafi haft áhrif á fáa, um tíu manns. Hann segir að það verði unnið úr því með hverjum og einum hvernig félagið bætir fyrir mistökin. „Þetta eru mannleg mistök við tölvuvinnslu,“ segir upplýsingafulltrúinn . Samkvæmt upplýsingum frá Önnu hefur ekki verið haft samband við hana eftir að hún fór af Keflavíkurflugvelli í dag. Veður Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Kona sem var á leið með Icelandair til London í morgun til að vera viðstödd skírn barnabarn síns fékk ekki að fljúga með félaginu vegna óveðursins í gær. Það kom ekki í ljós fyrr en hún reyndi að skrá sig inn í flugið á Keflavíkurflugvelli í morgun en hún fékk engar skýringar á breytingunum. „Það er verið að fara að skíra barnabarnið mitt,“ segir Anna Kristín Kristinsdóttir sem átti bókað flug til London með Icelandair um klukkan níu í morgun. „Ég er með veisluföngin fyrir skírnarveisluna í töskunni minni,“ segir hún en sérstök íslensk messa var klukkan tvö í dag þar sem barnið var skírt. Var ekki látin vita Anna segist hafa reynt að skrá sig inn í flugið í sjálfsafgreiðsluvél sem er á flugvellinum en það hafi ekki gengið. Þá hafi hún beðið í röð þar við innskráningarborðin og þegar kom að henni var henni tilkynnt að hún fengi ekki sæti í vélinni. „Ég spurði hvernig stæði á því og fékk þau svör að það væri út af veðrinu í gær,“ segir hún. Þjónustufulltrúinn gaf henni kost á að fá flug klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Hún segist ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju tafir á flugi í gær hefðu áhrif á hennar bókun. „Ég er búin að eiga bókað far síðan 18. nóvember,“ segir Anna sem furðar sig á vinnubrögðum Icelandair . Hún segist hafa farið fram á endurgreiðslu á miðanum en fengið þau svör að beiðni um slíkt tæki fjórar til fimm vikur í afgreiðslu. Mannleg mistök segir Icelandair Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair , segir félagið harma mistökin. „Það voru gerð mistök í tölvuvinnslu sem veldur því að fólk sem átti bókað var sett á biðlista á sínu flugi,“ segir hann. „En þetta eru mistök sem við hörmum og við reynum að bæta fyrir.“ Guðjón segir að mistökin hafi haft áhrif á fáa, um tíu manns. Hann segir að það verði unnið úr því með hverjum og einum hvernig félagið bætir fyrir mistökin. „Þetta eru mannleg mistök við tölvuvinnslu,“ segir upplýsingafulltrúinn . Samkvæmt upplýsingum frá Önnu hefur ekki verið haft samband við hana eftir að hún fór af Keflavíkurflugvelli í dag.
Veður Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira