Lagið „Heroes“ er samið af þeim Anton Malmberg Hård af Segerstad, Joy Deb og Linnea Deb.
Lagið sigraði með 149 stiga mun sem er sá stærsti í sögu sænsku söngvakeppninnar. Lag ABBA frá árinu 1974, „Waterloo“, átti fyrra metið, 91 stigs munur.
Atkvæði ellefu alþjóðlegra dómnefnda giltu til helminga á móti símakosningu þegar framlag Svía var valið.
Zelmerlöw er 28 ára söngvari frá Lundi sem sló fyrst í gegn í Idol-keppni Svíþjóðar árið 2005. Hann tók þátt í undankeppni Melodifestivalen árið 2007 og 2009.
Árin 2011 til 2013 var hann kynnir í einum vinsælasta sjónvarpþætti Svíþjóðar, Allsång på Skansen, þar sem frægir söngvarar syngja lögin sín og fara fyrir hópsöng á Skansen í Stokkhólmi. Þátturinn er á dagskrá sænska ríkissjónvarpsins á þriðjudagskvöldum yfir sumartímann.
Á meðal annarra keppenda í kvöld voru Eric Saade sem var fulltrúi Svía í Eurovision árið 2011 þegar hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Popular.