Varmá í Mosfellsbæ flýtur yfir bakka sína og hafa töluverð vandamál skapast í bænum vegna þessa. Starfsmenn borgarinnar, Vegagerðin og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við störf þar auk björgunarsveitarmanna og verið er að kalla verktaka til aðstoðar.
Björgunarsveitir voru kallaðar út snemma í morgun vegna báta sem voru að losna frá bryggju í Reykjanesbæ og á Akranesi.
Búið er að kalla út sveitir í Reykholti, Hvolsvelli, Borgarnesi, Árnesi, Grímsnesi, Grindavík, Hólmavík og á Skeiðum.