Handbolti

Öll lokaúrslit karlahandboltans inn á Pepsi-deildar tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn fagna hér Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor.
Eyjamenn fagna hér Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor. Vísir/Stefán
Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið dagsetningar á úrslitakeppni karla og kvenna í ár ásamt dagsetningum á umspili um laust sæti í Olís deild karla.

Úrslitakeppni Olís-deildar karla hefst með átta liða úrslitunum þriðjudaginn 7. apríl, undanúrslitin byrja fimmtudaginn 16. apríl og fyrsti leikur lokaúrslitanna er miðvikudagurinn 6. maí.

Pepsi-deild karla í fótbolta hefst 3. maí sem þýðir að allir leikirnir í  lokaúrslitum karlahandboltans eru því inn á Pepsi-deildar tímabilinu. Fari úrslitaeinvígi í oddaleik þá fer hann fram laugardaginn 16. maí.

Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst með átta liða úrslitunum mánudaginn 6. apríl, undanúrslitin byrja fimmtudaginn 23. apríl og fyrsti leikur lokaúrslitanna er þriðjudagurinn 5. maí.

Umspilið um laust sæti í Olís-deild karla hefst föstudaginn 10. apríl með undanúrslitum en úrslitaeinvígið hefst síðan mánudaginn 20. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×