Innlent

Fylgstu með framvindu stormsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Íslendingar eru orðnir ansi vanir stormi.
Íslendingar eru orðnir ansi vanir stormi. Vísir/NullSchool.net
Enn ein lægðin gengur nú yfir landið og mun ná hámarki sínu á sunnan og vestanverðu landinu á milli klukkan þrjú og fimm í dag. Veðurstofa Íslands hefur varað við stormi, meðalvindi yfir 20 metrum á sekúndu, en búast má við að dragi úr vindi og úrkomu síðdegis, fyrst fyrir vestan. Lesendur Vísis geta fylgst með framvindu þessa storms á kortinu neðst í fréttinni.

Í nótt hvessir aftur og má búast við suðaustan og sunnanátt í fyrramálið, 20 til 30 metrum á sekúndu. Hvassast verður norðan og vestantil. Talsverð rigning um sunnanvert landið en úrkomuminna fyrir norðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×