Íslenski boltinn

Valdi Víking fram yfir MLS

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnþór Ingi í leik gegn Keflavík síðasta sumar.
Arnþór Ingi í leik gegn Keflavík síðasta sumar. vísir/arnþór
Arnþór Ingi Kristinsson hefur framlengt samning við Víking R. um tvö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Arnþór var nýlega á reynslu hjá Colorado Rapids sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum en ákvað að semja ekki við liðið og spila með Víkingum í sumar.

Arnþór, sem er alinn upp hjá ÍA, kom til Víkings 2013 og hefur leikið 24 leiki og skorað fimm mörk með Fossvogsliðinu.

Arnþór, sem er fæddur árið 1990, lék níu leiki og skoraði eitt mark í Pepsi-deildinni í fyrra. Víkingar lentu í 4. sæti og tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 23 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×