Lífið

Uppblásnar kynlífsdúkkur í Eurovision?

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Myndbandið þykir sýna full mikið
Myndbandið þykir sýna full mikið
Undankeppni Norðmanna fyrir Eurovision er í kvöld. Eitt laganna hefur fengið ansi harða gagnrýni úti í Noregi, og þá aðallega á myndbandið. Lagið, sem þykir samkvæmt veðbönkum, líklegt til sigurs, hefur fengið yfir 270.000 áhorf á youtube, á meðan önnur lög hafa fengið í kringum 30.000.

Í myndbandinu við lagið „En god stekt pizza“ eða vel elduð pizza með Staysman og Lazz er partý þar sem kynlíf, drykkja, uppblásnar kynlífsdúkkur og mikil nekt er í fyrirrúmi. Norðmenn gagnrýna myndbandið harðlega og segja það fara langt út fyrir öll velsæmismörk.

Þorsteinn Gunnar Jónsson, Doddi.Vísir
Þorsteinn Gunnar Jónsson, Doddi, er mikill Eurovision sérfræðingur og hafði heyrt lagið áður en hann sá myndbandið.

„Þegar ég heyrði lagið fyrst hugsaði ég hvað þetta væri grípandi laglína, en eftir að ég sá myndbandið kemur allt annar stimpill á það. Þarna fara Norðmenn töluvert langt yfir strikið,“ segir hann og nefnir þá sérstaklega gagnvart börnum. „Þetta er lag sem börnum gæti fundist skemmtilegt, en myndbandið er engan vegin við þeirra hæfi.“

Hann segir það þekkt að keppendur noti ýmsar aðferðir til þess að ná athygli áhorfenda. „Kalkúnninn frá Írlandi og ömmurnar er eitthvað sem allir muna eftir. En þetta er eitthvað annað. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að útfæra þetta á sviði ef þeir komast áfram, en ætli menn þurfi ekki að vera í viðbragðsstöðu.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.