Enski boltinn

United í engum vandræðum með Tottenham | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney fagnar marki sínu á skemmtilegan hátt.
Rooney fagnar marki sínu á skemmtilegan hátt. vísir/getty
Manchester United hélt sér í seilingarfjarlægð frá Arsenal og Manchester City með öruggum, 3-0, sigri á Tottenham á Old Trafford í dag. Fellaini, Carrick og Rooney sáu um markaskorunina.

Leikurinn var ekki nema níu mínútna gamall þegar Marouane Fellaini kom United yfir með hörkuskoti. Tíu mínútum síðar skoraði Michael Carrick með hörkuskalla og útlitið dökkt hjá gestunum frá Lundúnum.

Mauricio Pochettino reyndi að gera breytingar og tók meðal annars Andros Townsend útaf eftir hálftíma leik og lét Moussa Dembele inná. Ekki skánaði ástandið.

Wayne Rooney bætti gráu ofan á svart þegar hann skoraði þriðja mark United á 34. mínútu, en í markinu sýndi Rooney mátt sinn og megin. Staðan 3-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var mun rólegri og ekkert mark kom í þann síðari. Þægilegur 3-0 sigur þeirra rauðklæddu.

United er með 56 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir leikinn, Arsenal er í þriðja með 57 og City í öðru með 58. Tottenham er hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar með 50 stig.

Fellaini 1-0: Carrick 2-0!: Rooney 3-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×