Innlent

Vara við vatnsflóði á morgun og um helgina

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Veðurstofan ráðleggur fólki að hreinsa niðurföll og huga að frárennslislögnum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Veðurstofan ráðleggur fólki að hreinsa niðurföll og huga að frárennslislögnum. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Valli
Veðurstofan hefur varað við vatnsflóðum, krapaflóðum og aurflóðum á morgun en mikilli rigingu er spáð sunnan- og suðaustanalnds með hlýindum síðdegis á morgun og fram á sunnudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Almannavarnir segja að Þannig aðstæður geta skapast á nokkurra ára fresti. „Hafa skal þetta í huga áður en ferðalög eru skipulögð,“ segir á vef Almannavarna.



Fólki er ráðlagt að huga vel að frárennslislögnum og niðurföllum til að fyrirbyggja vatnstjón.



Í tilkynningunni er einnig varað við miklum vexti í ám í kring um Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnan- og suðaustanverðan Vatnajökul. Þá má búast við miklum leysingum um allt land þótt úrkoma verði mest sunnan og suðaustanlands.



Reiknað er með mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla sunnan og suðaustanlands og þar gæti sólarhringsafrennsli, sem er samanlögð úrkoma og snjóbráðnun, farið vel yfir 250 millimetra.



Frekari upplýsingar verða gefnar út um stöðuna á morgun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×