Twitter tekur á hefndarklámi Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2015 12:08 Hefndarklám hefur víða verið tekið hörðum tökum síðustu misseri. Vísir/getty Reglum samfélagsmiðilsins Twitter hefur verið breytt til að stöðva dreifingu hefndarkláms. Ekki er langt síðan Dick Costolo, framkvæmdastjóri Twitter, sagði að fyrirtækið hefði staðið sig ömurlega í að berjast gegn misnotkun og „tröllum“ á samfélagsmiðlinum. Í reglum Twitter stendur nú að bannað sé að dreifa persónulegum myndum eða myndböndum sem voru teknar eða er dreift án samþykkis viðkomandi. Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið, annars eigi þeir ekki aftur snúið á Twitter. Þeir sem kvarta yfir birtingu þurfa að sanna hverjir þeir eru og að þeir hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingu efnisins. Á vef BBC kemur fram að víða er verið að taka hefndarklám og þá sem því dreifa hörðum tökum. Í Englandi og Wales getur hver sá sem dreifir hefndarklámi átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. þá hefur hefndarklám verið gert refsivert í fjölda ríkja Bandaríkjanna. Talsmaður Twitter segir að starfsmenn fyrirtækisins séu vongóðir á að hægt verði að bregðast við öllum tilkynningum innan skynsamlegs tímaramma. Breytingar verða gerðir á tölvukóðum samfélagsmiðilsins, svo að ekki verði hægt að birta myndir aftur sem hafi verið bannaðar. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Reglum samfélagsmiðilsins Twitter hefur verið breytt til að stöðva dreifingu hefndarkláms. Ekki er langt síðan Dick Costolo, framkvæmdastjóri Twitter, sagði að fyrirtækið hefði staðið sig ömurlega í að berjast gegn misnotkun og „tröllum“ á samfélagsmiðlinum. Í reglum Twitter stendur nú að bannað sé að dreifa persónulegum myndum eða myndböndum sem voru teknar eða er dreift án samþykkis viðkomandi. Lokað verður á notendur sem dreifa hefndarklámi og þeir beðnir um að fjarlæga efnið, annars eigi þeir ekki aftur snúið á Twitter. Þeir sem kvarta yfir birtingu þurfa að sanna hverjir þeir eru og að þeir hafi ekki gefið leyfi fyrir birtingu efnisins. Á vef BBC kemur fram að víða er verið að taka hefndarklám og þá sem því dreifa hörðum tökum. Í Englandi og Wales getur hver sá sem dreifir hefndarklámi átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist. þá hefur hefndarklám verið gert refsivert í fjölda ríkja Bandaríkjanna. Talsmaður Twitter segir að starfsmenn fyrirtækisins séu vongóðir á að hægt verði að bregðast við öllum tilkynningum innan skynsamlegs tímaramma. Breytingar verða gerðir á tölvukóðum samfélagsmiðilsins, svo að ekki verði hægt að birta myndir aftur sem hafi verið bannaðar.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira