Chris Paul átti stórleik í sigri á OKC | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2015 07:30 Chris Paul hefur spilað mjög vel í vetur. vísir/getty Oklahoma City Thunder féll úr áttunda sæti sæti vesturdeildar NBA í nótt þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Los Angeles Clippers 120-108. Liðið er nú hálfum leik á eftir New Orleans Pelicans í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni, en ljóst er að erfitt verður fyrir liðið að komast í úrslitakeppnina á meðan Kevin Durant er meiddur. Russell Westbrook hefur verið óstöðvandi að undanförnu og hann átti góðan leik í nótt, en það var leikstjórnandi Clippers, Chris Paul, sem stal senunni. Paul skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar og þá var DeAndre Jordan frábær undir körfunni með 18 stig og 17 fráköst. J.J. Redick skoraði 25 stig og tók 7 fráköst. Westbrook skoraði 24 stig fyrir OKC, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Anthony Morrow kom inn af bekknum og var stigahæstur liðsins með 26 stig. Chris Paul fer á kostum: Golden State vann Detroit Pistons, 105-98, á heimavelli sínum í nótt og er nú búið að vinna 51 leik í deildinni. Það er búið að vinna jafnmarga leiki og liðið gerði í fyrra þegar enn eru 19 leikir eftir. Klay Thompson var stigahæstur toppliðsins í gær með 27 stig, en honum tókst í leiknum að skora 5.000 stigið sitt í NBA-deildinni. Stephen Curry leyfði Thompson að sjá um Detroit í gær en Curry var rólegur með 9 stig og 11 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði mest fyrir gestina eða 22 stig. Curry finnur Barbosa með sendingu aftur fyrir bak: Toppliðið í austrinu, Atlanta Hawks, tapaði aftur á móti í nótt á útivelli gegn Denver Nuggets, 115-102. Þetta er áttundi heimasigur Denver í röð gegn Atlanta. Danilo Gallinari skoraði 23 stig fyrir heimamenn í Denver og Will Barton 16 stig en þriggja stiga skyttan Kyle Korver skoraði mest fyrir gestina eða 18 stig. Hann hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Þá komst Portland Trail Blazer upp fyrir Houston Rockets í þriðja sæti vesturins með fimm stiga heimasigri í baráttu liðanna við Kyrrahafið í nótt, 105-100. LaMarcus Aldridge átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði 26 stig auk þess sem hann tók 14 fráköst og þá var Robin Lopez einnig öflugur undir körfunni ásamt Aldridge með 16 stig og 10 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 106-113 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 95-104 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 95-92 Miami Heat - Brooklyn Nets 104-98 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 97-91 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 108-120 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 115-102 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 106-97 Golden State Warriors - Detroit Pistons 105-98 Portland Trail Blazers - Houston Rockets 105-100Staðan í deildinni.Josh Smith setur Chris Kaman á veggspjald: Mike Dunleavy skorar flautukörfu í þriðja leikluta: NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Oklahoma City Thunder féll úr áttunda sæti sæti vesturdeildar NBA í nótt þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Los Angeles Clippers 120-108. Liðið er nú hálfum leik á eftir New Orleans Pelicans í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni, en ljóst er að erfitt verður fyrir liðið að komast í úrslitakeppnina á meðan Kevin Durant er meiddur. Russell Westbrook hefur verið óstöðvandi að undanförnu og hann átti góðan leik í nótt, en það var leikstjórnandi Clippers, Chris Paul, sem stal senunni. Paul skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar og þá var DeAndre Jordan frábær undir körfunni með 18 stig og 17 fráköst. J.J. Redick skoraði 25 stig og tók 7 fráköst. Westbrook skoraði 24 stig fyrir OKC, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Anthony Morrow kom inn af bekknum og var stigahæstur liðsins með 26 stig. Chris Paul fer á kostum: Golden State vann Detroit Pistons, 105-98, á heimavelli sínum í nótt og er nú búið að vinna 51 leik í deildinni. Það er búið að vinna jafnmarga leiki og liðið gerði í fyrra þegar enn eru 19 leikir eftir. Klay Thompson var stigahæstur toppliðsins í gær með 27 stig, en honum tókst í leiknum að skora 5.000 stigið sitt í NBA-deildinni. Stephen Curry leyfði Thompson að sjá um Detroit í gær en Curry var rólegur með 9 stig og 11 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði mest fyrir gestina eða 22 stig. Curry finnur Barbosa með sendingu aftur fyrir bak: Toppliðið í austrinu, Atlanta Hawks, tapaði aftur á móti í nótt á útivelli gegn Denver Nuggets, 115-102. Þetta er áttundi heimasigur Denver í röð gegn Atlanta. Danilo Gallinari skoraði 23 stig fyrir heimamenn í Denver og Will Barton 16 stig en þriggja stiga skyttan Kyle Korver skoraði mest fyrir gestina eða 18 stig. Hann hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Þá komst Portland Trail Blazer upp fyrir Houston Rockets í þriðja sæti vesturins með fimm stiga heimasigri í baráttu liðanna við Kyrrahafið í nótt, 105-100. LaMarcus Aldridge átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði 26 stig auk þess sem hann tók 14 fráköst og þá var Robin Lopez einnig öflugur undir körfunni ásamt Aldridge með 16 stig og 10 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 106-113 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 95-104 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 95-92 Miami Heat - Brooklyn Nets 104-98 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 97-91 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 108-120 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 115-102 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 106-97 Golden State Warriors - Detroit Pistons 105-98 Portland Trail Blazers - Houston Rockets 105-100Staðan í deildinni.Josh Smith setur Chris Kaman á veggspjald: Mike Dunleavy skorar flautukörfu í þriðja leikluta:
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli