Lífið

Menntaskólinn í Reykjavík vann FG í úrslitum Gettu betur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lið MR í keppninni í kvöld.
Lið MR í keppninni í kvöld. Mynd/RÚV
Menntaskólinn í Reykjavík fór með sigur af hólmi í úrslitaviðureign Gettu betur sem fram fór í Háskólabíói í kvöld. MR vann Fjölbrautaskólann í Garðabæ með 41 stigi gegn 18 stigum.

Þetta er í nítjánda sinn sem MR sigrar keppnina. Atli Freyr Þorvaldsson, Jón Kristinn Einarsson og Kristín Káradóttir skipuðu lið MR en þau Helga Margrét Höskuldsdóttir, Tómas Geir Howser Harðarson og Jara Kjartansdóttir lið FG.

MR hafði betur gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð í undanúrslitum, en FG sigraði Fjölbrautaskóla Vesturlands í sinni undanúrslitaviðureign.

Spurningahöfundar og dómarar keppninnar voru þau Margrét Erla Maack og Steinþór Helgi Arnsteinsson og spyrill Björn Bragi Arnarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.