Óttast fordæmið sem Blurred Lines-dómurinn mun hafa á bransann Birgir Olgeirsson skrifar 11. mars 2015 15:19 Robin Thicke og Pharrell Williams hafa staðið í ströngu undanfarið vegna lagsins Blurred Lines. Þeir voru dæmdir til að greiða fjölskyldu Marvins Gaye skaðabætur fyrir höfundarréttarbrot í gær. Vísir/Getty Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að tónlistarmennirnir Robin Thicke, Pharrell Williams og rapparinn T.I. líktu eftir lagi Marvin Gaye, Got To Give it Up, þegar smellurinn Blurred Lines var saminn og velta margir fyrir sér hvaða afleiðingar þetta mun hafa á tónlistariðnaðinn. Thicke og Pharrell hafa nefnilega haldið því fram að þeir hefðu verið að ná fram ákveðnum tíðaranda þegar þeir sömdu lagið Blurred Lines og þeir hafi ekki haft lag Gayes til hliðsjónar. Byggðist vörn þeirra aðallega á því að enginn geti átt rétt á tíðaranda eða stíl. Lagið var eitt af lögum ársins 2013, þegar horft er til spilunar, en fljótlega eftir að það náði á topp vinsældalista fóru að heyrast þær raddir að lagið væri afar líkt lagi Marvins Gaye, Got To Give it Up, þá sérstaklega hljóðfæraleikurinn. Í kjölfarið hótaði dánarbú Gayes, sem börn hans Frankie og Nona eru í forsvari fyrir, að stefna Robin Thicke á þeim grundvelli að Blurred Lines væri of líkt lagi föður þeirra. Thicke, Pharrell og T.I. svöruðu þessum hótunum með því að stefna dánarbúi Gayes og sagði lögmaður Thickes á þeim tíma að tilgangurinn með Blurred Lines var að endurvekja tíðaranda og að fjölskylda Gayes gæti ekki slegið eignarhaldi á tegund tónlistar.Ummæli Thickes sönnunargagn Thicke hafði hins vegar sagt í viðtali við tímaritið GQ í maí árið 2013 að Got to Give It Up væri eitt af hans uppáhalds lögum og fjölskylda Gayes notaði þessi orð hans sem sönnun þess að hann hefði stolið lagi föður þeirra. Í apríl árið 2014 hafði Thicke breytt framburði sínum og sagðist hafa verið undir áhrifum áfengis og verkjalyfja þegar hann hélt því fram að Got to Give It Up hefði haft mikil áhrif á hann og viðurkenndi einnig að hafa átt lítinn þátt í því að semja lagið. Sagðist hann hafa verið mjög svekktur yfir því að hafa ekki átt neina þátttöku í að semja stærsta smell ferils síns og grátbað því um viðurkenningu fyrir laginu.Máttu ekki spila lögin samtímis Fjölskylda Gayes hélt því fram að þremenningarnir hefðu stolið tónverki Marvins Gaye og því var rödd hans, trommutaktur og bakraddir ekki haft til hliðsjónar við réttarhöldin. Því mátti kviðdómurinn einungis horfa til nótna lagsins og máttu lögmenn fjölskyldunnar ekki spila lögin samtímis til að sýna fram á líkindi þeirra. Þeir fengu hins vegar leyfi til að spila strípaða útgáfu af laginu fyrir kviðdóminn þar sem bornar voru saman bassalínur laganna tveggja.Söng og spilaði á píanó fyrir kviðdóminn Verjendur þremenninganna reyndu hvað þeir gátu að sannfæra kviðdóminn að líkindi geti verið á milli laga þó svo að þau séu ekki stolin. Robin Thicke bar meðal annars saman lögin With or Without You með U2, Let It Be með Bítlunum, Forever Young með Alphaville, No Woman No Cry með Bob Marley og Man in the Mirror með Michael Jackson. Þetta gerði Thicke með því að syngja lögin fyrir kviðdóminn á meðan hann lék á píanó.Robin Thicke spilaði á píanó og söng fyrir kviðdóminn þegar hann bar saman nokkur lög til að sýna fram á að þó að líkindi séu með þeim þá eru þau ekki talin stolin.Vísir/EPA„Hefur sagt okkur að hann sé ekki heiðarlegur“ Lögmaður fjölskyldu Gayes sagði málið snúast um trúverðugleika Thickes. „Það sem hann hefur sagt er eftirfarandi: Já, við tókum það. Já, við lugum um það. Já, við breyttum sögu okkar ítrekað. Því snýst þetta um hverju þið trúið? Trúið þið Robin Thicke sem hefur sagt okkur að hann sé ekki heiðarlegur?,“ sagði lögmaður fjölskyldunnar við kviðdóminn. Svo fór að lokum að kviðdómurinn dæmdi fjölskyldu Gayes 7,4 milljónir dali í bætur vegna höfundaréttarbrots. Pharrell, Thicke, T.I. og útgáfufyrirtæki þeirra höfðu þénað 16 milljónir dollara á Blurred Lines en dómurinn ákvað að fjölskylda Gayes ætti rétt á fjórum milljónum í skaðabætur og 3,4 milljónum af tekjum lagsins. Var Thicke dæmdur til að greiða fjölskyldunni 1,7 milljónir dollara og þarf Pharrell að greiða henni 1,6 milljónir dollara.Hvað verður um blúsinn? Verjendur þeirra segja þessa niðurstöðu kviðdómsins eiga eftir að hafa víðtæk áhrif á tónlistarbransann nú þegar fordæmi er komið fyrir því að menn séu dæmdir fyrir að stela tíðaranda eða stíl. Aðrir benda þó á að í raun muni framhaldið ráðast af tekjunum af lögunum. Því hærri tekjur því meira er upp úr því að hafa að sækja rétt sinn, líkt og í tilfelli Tom Pettys og Sam Smiths. Því ef allt fer á versta veg líkt og verjendur Thickes og Pharrells halda fram þá gætu ansi margir blúsarar átt í hættu að fá á sig stefnu fyrir höfundarréttarbrot og þá er spurningin hver fann upp blúsinn.Má muna sinn fífil fegurri Það má segja að Blurred Lines hafi reynst ansi afdrifaríkt fyrir Robin Thicke. Hann varð að einum vinsælasta tónlistarmanni heimsins þegar það tröllreið útvarpsstöðvum sumarið 2013. En líkt og Thicke greindi sjálfur frá þá var hann ekki á góðum stað þegar hann var hvað vinsælastur. Hann var djúpt sokkinn í neyslu áfengis og verkjalyfja og var margsaga um hlut sinn í laginu. Þá var texti lagsins afar umdeildur og þótti niðurlægjandi í garð kvenna og kom Thicke ekki vel úr þeirri umræðu. Í febrúar árið 2014 bárust þær fregnir að Thicke og eiginkona hans hefðu ákveðið að skilja.Robin Thicke og Paula Patton,Vísir/EPAKonan farin og óðurinn skotinn niður Í september sama ár gaf Thicke út plötuna Paula sem var óður hans til fyrrverandi eiginkonu sinnar en platan var skotin niður af gagnrýnendum. „Paula Patton á betra skilið og einnig hlustendur,“ sagði einn um plötuna sem seldist ekki vel, miðað við þá velgengni sem Thicke hafði upplifað sumarið áður með Blurred Lines. Platan seldist í 530 eintökum í Bretlandi en gekk ögn betur í Bandaríkjunum. Þar seldust 25 þúsund eintök af Paula en Blurred Lines seldist í 117 þúsund eintökum á sinni fyrstu viku. Talið er að þessi niðurstaða kviðdómsins muni ekki hafa eins mikil áhrif á Pharrell sem er hvað þekktastur fyrir smellinn sinn Happy og hefur í áraraðir samið fjölda smella. Tónlist Tengdar fréttir Paula eftir Robin Thicke er flopp ársins Vinsældir söngvarans fara dvínandi. 9. júlí 2014 23:45 Ber virðingu fyrir konum Konur eru innblástur Pharrell Williams fyrir nýju plötuna 18. febrúar 2014 21:00 Tónlistarmyndband við sumarsmell harðlega gagnrýnt Myndbandið við Blurred Lines með Robin Thicke þykir afar ósmekklegt. 21. júní 2013 09:30 Enn er deilt um Blurred Lines: Pharrell neitar að hafa stolið af Gaye Pharrell Williams segist hafa reynt að ná anda áttunda áratugarins þegar hann samdi Blurred Lines, ætlunin hafi ekki verið að stela frá Marvin Gaye. 5. mars 2015 14:25 Pharrell og Thicke dæmdir sekir um lagastuld Pharrell Williams og Robin Thicke hafa verið dæmdir til að greiða fjölskyldu Marvin Gaye um 7,3 milljónir Bandaríkjadala. 10. mars 2015 21:51 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að tónlistarmennirnir Robin Thicke, Pharrell Williams og rapparinn T.I. líktu eftir lagi Marvin Gaye, Got To Give it Up, þegar smellurinn Blurred Lines var saminn og velta margir fyrir sér hvaða afleiðingar þetta mun hafa á tónlistariðnaðinn. Thicke og Pharrell hafa nefnilega haldið því fram að þeir hefðu verið að ná fram ákveðnum tíðaranda þegar þeir sömdu lagið Blurred Lines og þeir hafi ekki haft lag Gayes til hliðsjónar. Byggðist vörn þeirra aðallega á því að enginn geti átt rétt á tíðaranda eða stíl. Lagið var eitt af lögum ársins 2013, þegar horft er til spilunar, en fljótlega eftir að það náði á topp vinsældalista fóru að heyrast þær raddir að lagið væri afar líkt lagi Marvins Gaye, Got To Give it Up, þá sérstaklega hljóðfæraleikurinn. Í kjölfarið hótaði dánarbú Gayes, sem börn hans Frankie og Nona eru í forsvari fyrir, að stefna Robin Thicke á þeim grundvelli að Blurred Lines væri of líkt lagi föður þeirra. Thicke, Pharrell og T.I. svöruðu þessum hótunum með því að stefna dánarbúi Gayes og sagði lögmaður Thickes á þeim tíma að tilgangurinn með Blurred Lines var að endurvekja tíðaranda og að fjölskylda Gayes gæti ekki slegið eignarhaldi á tegund tónlistar.Ummæli Thickes sönnunargagn Thicke hafði hins vegar sagt í viðtali við tímaritið GQ í maí árið 2013 að Got to Give It Up væri eitt af hans uppáhalds lögum og fjölskylda Gayes notaði þessi orð hans sem sönnun þess að hann hefði stolið lagi föður þeirra. Í apríl árið 2014 hafði Thicke breytt framburði sínum og sagðist hafa verið undir áhrifum áfengis og verkjalyfja þegar hann hélt því fram að Got to Give It Up hefði haft mikil áhrif á hann og viðurkenndi einnig að hafa átt lítinn þátt í því að semja lagið. Sagðist hann hafa verið mjög svekktur yfir því að hafa ekki átt neina þátttöku í að semja stærsta smell ferils síns og grátbað því um viðurkenningu fyrir laginu.Máttu ekki spila lögin samtímis Fjölskylda Gayes hélt því fram að þremenningarnir hefðu stolið tónverki Marvins Gaye og því var rödd hans, trommutaktur og bakraddir ekki haft til hliðsjónar við réttarhöldin. Því mátti kviðdómurinn einungis horfa til nótna lagsins og máttu lögmenn fjölskyldunnar ekki spila lögin samtímis til að sýna fram á líkindi þeirra. Þeir fengu hins vegar leyfi til að spila strípaða útgáfu af laginu fyrir kviðdóminn þar sem bornar voru saman bassalínur laganna tveggja.Söng og spilaði á píanó fyrir kviðdóminn Verjendur þremenninganna reyndu hvað þeir gátu að sannfæra kviðdóminn að líkindi geti verið á milli laga þó svo að þau séu ekki stolin. Robin Thicke bar meðal annars saman lögin With or Without You með U2, Let It Be með Bítlunum, Forever Young með Alphaville, No Woman No Cry með Bob Marley og Man in the Mirror með Michael Jackson. Þetta gerði Thicke með því að syngja lögin fyrir kviðdóminn á meðan hann lék á píanó.Robin Thicke spilaði á píanó og söng fyrir kviðdóminn þegar hann bar saman nokkur lög til að sýna fram á að þó að líkindi séu með þeim þá eru þau ekki talin stolin.Vísir/EPA„Hefur sagt okkur að hann sé ekki heiðarlegur“ Lögmaður fjölskyldu Gayes sagði málið snúast um trúverðugleika Thickes. „Það sem hann hefur sagt er eftirfarandi: Já, við tókum það. Já, við lugum um það. Já, við breyttum sögu okkar ítrekað. Því snýst þetta um hverju þið trúið? Trúið þið Robin Thicke sem hefur sagt okkur að hann sé ekki heiðarlegur?,“ sagði lögmaður fjölskyldunnar við kviðdóminn. Svo fór að lokum að kviðdómurinn dæmdi fjölskyldu Gayes 7,4 milljónir dali í bætur vegna höfundaréttarbrots. Pharrell, Thicke, T.I. og útgáfufyrirtæki þeirra höfðu þénað 16 milljónir dollara á Blurred Lines en dómurinn ákvað að fjölskylda Gayes ætti rétt á fjórum milljónum í skaðabætur og 3,4 milljónum af tekjum lagsins. Var Thicke dæmdur til að greiða fjölskyldunni 1,7 milljónir dollara og þarf Pharrell að greiða henni 1,6 milljónir dollara.Hvað verður um blúsinn? Verjendur þeirra segja þessa niðurstöðu kviðdómsins eiga eftir að hafa víðtæk áhrif á tónlistarbransann nú þegar fordæmi er komið fyrir því að menn séu dæmdir fyrir að stela tíðaranda eða stíl. Aðrir benda þó á að í raun muni framhaldið ráðast af tekjunum af lögunum. Því hærri tekjur því meira er upp úr því að hafa að sækja rétt sinn, líkt og í tilfelli Tom Pettys og Sam Smiths. Því ef allt fer á versta veg líkt og verjendur Thickes og Pharrells halda fram þá gætu ansi margir blúsarar átt í hættu að fá á sig stefnu fyrir höfundarréttarbrot og þá er spurningin hver fann upp blúsinn.Má muna sinn fífil fegurri Það má segja að Blurred Lines hafi reynst ansi afdrifaríkt fyrir Robin Thicke. Hann varð að einum vinsælasta tónlistarmanni heimsins þegar það tröllreið útvarpsstöðvum sumarið 2013. En líkt og Thicke greindi sjálfur frá þá var hann ekki á góðum stað þegar hann var hvað vinsælastur. Hann var djúpt sokkinn í neyslu áfengis og verkjalyfja og var margsaga um hlut sinn í laginu. Þá var texti lagsins afar umdeildur og þótti niðurlægjandi í garð kvenna og kom Thicke ekki vel úr þeirri umræðu. Í febrúar árið 2014 bárust þær fregnir að Thicke og eiginkona hans hefðu ákveðið að skilja.Robin Thicke og Paula Patton,Vísir/EPAKonan farin og óðurinn skotinn niður Í september sama ár gaf Thicke út plötuna Paula sem var óður hans til fyrrverandi eiginkonu sinnar en platan var skotin niður af gagnrýnendum. „Paula Patton á betra skilið og einnig hlustendur,“ sagði einn um plötuna sem seldist ekki vel, miðað við þá velgengni sem Thicke hafði upplifað sumarið áður með Blurred Lines. Platan seldist í 530 eintökum í Bretlandi en gekk ögn betur í Bandaríkjunum. Þar seldust 25 þúsund eintök af Paula en Blurred Lines seldist í 117 þúsund eintökum á sinni fyrstu viku. Talið er að þessi niðurstaða kviðdómsins muni ekki hafa eins mikil áhrif á Pharrell sem er hvað þekktastur fyrir smellinn sinn Happy og hefur í áraraðir samið fjölda smella.
Tónlist Tengdar fréttir Paula eftir Robin Thicke er flopp ársins Vinsældir söngvarans fara dvínandi. 9. júlí 2014 23:45 Ber virðingu fyrir konum Konur eru innblástur Pharrell Williams fyrir nýju plötuna 18. febrúar 2014 21:00 Tónlistarmyndband við sumarsmell harðlega gagnrýnt Myndbandið við Blurred Lines með Robin Thicke þykir afar ósmekklegt. 21. júní 2013 09:30 Enn er deilt um Blurred Lines: Pharrell neitar að hafa stolið af Gaye Pharrell Williams segist hafa reynt að ná anda áttunda áratugarins þegar hann samdi Blurred Lines, ætlunin hafi ekki verið að stela frá Marvin Gaye. 5. mars 2015 14:25 Pharrell og Thicke dæmdir sekir um lagastuld Pharrell Williams og Robin Thicke hafa verið dæmdir til að greiða fjölskyldu Marvin Gaye um 7,3 milljónir Bandaríkjadala. 10. mars 2015 21:51 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ber virðingu fyrir konum Konur eru innblástur Pharrell Williams fyrir nýju plötuna 18. febrúar 2014 21:00
Tónlistarmyndband við sumarsmell harðlega gagnrýnt Myndbandið við Blurred Lines með Robin Thicke þykir afar ósmekklegt. 21. júní 2013 09:30
Enn er deilt um Blurred Lines: Pharrell neitar að hafa stolið af Gaye Pharrell Williams segist hafa reynt að ná anda áttunda áratugarins þegar hann samdi Blurred Lines, ætlunin hafi ekki verið að stela frá Marvin Gaye. 5. mars 2015 14:25
Pharrell og Thicke dæmdir sekir um lagastuld Pharrell Williams og Robin Thicke hafa verið dæmdir til að greiða fjölskyldu Marvin Gaye um 7,3 milljónir Bandaríkjadala. 10. mars 2015 21:51