Innlent

Búið að opna Hellisheiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Unnið er að frekari mokstri á heiðinni.
Unnið er að frekari mokstri á heiðinni. Vísir/Vilhelm
Hellisheiði og Þrengsli hafa verið opnuð en þar er hálka og skafrenningur og unnið er að frekari mokstri. Hálka og éljagangur er á Reykjanesbraut og víða á Reykjanesi. Víða á Suðurlandi er snjóþekja og eitthvað um hálku. Þar er einnig unnið að mokstri.

Á vef Vegagerðarinnar segir að á Vesturlandi sé snjóþekja eða hálka með éljagangi og skafrenningi. Á Holtavörðuheiði, þæfingsfærð er á Bröttubrekku og þar er einbreitt eins og er.

Á Vestfjörðum er ófært á og Kleifaheiði. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært er frá Brjánslæk að Klettshálsi. Styttist í opnun á Ísafjarðardjúpinu en þar er unnið að mokstri. Snjóþekja er á öðrum leiðum.

Á Norðurlandi er víða hálka og skafrenningu og eitthvað um hálkubletti.

Á Norðurlandi eystra er hálka og hálkublettir.

Á Austurlandi er víða hálka og eitthvað um hálkubletti. Greiðfært er mjög víða með suðausturströndinni og sumstaðar snjóþekja. Unnið er að hreinsun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×