Umsóknarfrestur útrunninn: Þrír í framboði til rektors HÍ Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2015 23:13 Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Skotlandi, Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands, og Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, skiluðu inn umsóknum. Þrjár umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands en frestur til að sækja um embættið rann út í gær.Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Skotlandi, Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands, skiluðu inn umsóknum.Í frétt Háskóla Íslands segir að allir umsækjendur uppfylli skilyrði um embættisgengi samkvæmt ákvörðun háskólaráðs, en ráðið hefur jafnframt skipað kjörstjórn vegna rektorskosninganna. Kristín Ingólfsdóttir mun láta af embætti þann 1. júlí næstkomandi en hún hóf störf sem rektor árið 2005. Sat hún því tvö kjörtímabil. Í frétt á heimasíðu HÍ segir að samkvæmt reglum skólans beri háskólaráði að kanna hvort umsækjendur uppfylli skilyrði um embættisgengi en embættisgengir eru þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfilega og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. „Á fundi háskólaráðs í dag var farið yfir umsóknirnar þrjár og teljast allir umsækjendur uppfylla skilyrði um embættisgengi til rektors. Á fundinum í dag skipaði háskólaráð enn fremur kjörstjórn vegna kosninganna. Verkefni kjörstjórnar er að hafa fyrir hönd háskólaráðs umsjón með gerð kjörskrár, ákveða kjördag, annast framkvæmd kosningarinnar, úrskurða í kærumálum vegna hennar, sjá um utankjörfundaratkvæðagreiðslu og annað er að kosningunni lýtur. Skal rektorskjör fara fram eigi síðar en sex vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Í kjörstjórn sitja:Björg Thorarensen, prófessor, formaður Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor Trausti Fannar Valsson, lektor Bergþór Bergsson, stúdent Álfrún Perla Baldursdóttir, stúdentUnnið er að uppsetningu upplýsingasíðna, bæði á vef Háskóla Íslands og á innri vef skólans, Uglu, fyrir kjósendur í rektorskosningunum og verða þær kynntar á næstu dögum.“ Tengdar fréttir Guðrún Nordal og Jón Atli bjóða sig fram til rektors Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl en umsóknarfrestur um stöðuna rennur út í byrjun mars. 5. febrúar 2015 21:28 Vill að rektor víki úr Háskólaráði Einar Steingrímsson telur Kristínu Ingólfsdóttur rektor vanhæfa til að fjalla um mál sem tengjast rektorkjöri. 24. febrúar 2015 14:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þrjár umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands en frestur til að sækja um embættið rann út í gær.Einar Steingrímsson, prófessor við University of Strathclyde í Skotlandi, Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, og Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands, skiluðu inn umsóknum.Í frétt Háskóla Íslands segir að allir umsækjendur uppfylli skilyrði um embættisgengi samkvæmt ákvörðun háskólaráðs, en ráðið hefur jafnframt skipað kjörstjórn vegna rektorskosninganna. Kristín Ingólfsdóttir mun láta af embætti þann 1. júlí næstkomandi en hún hóf störf sem rektor árið 2005. Sat hún því tvö kjörtímabil. Í frétt á heimasíðu HÍ segir að samkvæmt reglum skólans beri háskólaráði að kanna hvort umsækjendur uppfylli skilyrði um embættisgengi en embættisgengir eru þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfilega og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. „Á fundi háskólaráðs í dag var farið yfir umsóknirnar þrjár og teljast allir umsækjendur uppfylla skilyrði um embættisgengi til rektors. Á fundinum í dag skipaði háskólaráð enn fremur kjörstjórn vegna kosninganna. Verkefni kjörstjórnar er að hafa fyrir hönd háskólaráðs umsjón með gerð kjörskrár, ákveða kjördag, annast framkvæmd kosningarinnar, úrskurða í kærumálum vegna hennar, sjá um utankjörfundaratkvæðagreiðslu og annað er að kosningunni lýtur. Skal rektorskjör fara fram eigi síðar en sex vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Í kjörstjórn sitja:Björg Thorarensen, prófessor, formaður Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor Trausti Fannar Valsson, lektor Bergþór Bergsson, stúdent Álfrún Perla Baldursdóttir, stúdentUnnið er að uppsetningu upplýsingasíðna, bæði á vef Háskóla Íslands og á innri vef skólans, Uglu, fyrir kjósendur í rektorskosningunum og verða þær kynntar á næstu dögum.“
Tengdar fréttir Guðrún Nordal og Jón Atli bjóða sig fram til rektors Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl en umsóknarfrestur um stöðuna rennur út í byrjun mars. 5. febrúar 2015 21:28 Vill að rektor víki úr Háskólaráði Einar Steingrímsson telur Kristínu Ingólfsdóttur rektor vanhæfa til að fjalla um mál sem tengjast rektorkjöri. 24. febrúar 2015 14:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðrún Nordal og Jón Atli bjóða sig fram til rektors Nýr rektor verður kjörinn um miðjan apríl en umsóknarfrestur um stöðuna rennur út í byrjun mars. 5. febrúar 2015 21:28
Vill að rektor víki úr Háskólaráði Einar Steingrímsson telur Kristínu Ingólfsdóttur rektor vanhæfa til að fjalla um mál sem tengjast rektorkjöri. 24. febrúar 2015 14:14