Schalke skoraði fjögur mörk á Bernabéu en Real komst áfram | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2015 17:09 Klaas-Jan Huntelaar. Vísir/AFP Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en frammistaða liðsins á Bernabéu í kvöld var þó langt frá því að vera sannfærandi þar sem spænska liðið skreið áfram eftir 4-3 tap á heimavelli á móti Schalke 04. Flestir bjuggust ekki við miklu af liði Schalke 04 í leiknum en frábær frammistaða þýska liðsins dugaði næstum því enda vantaði liðið bara eitt mark til að senda Real Madrid út úr Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í kvöld og það gerði Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar líka fyrir Schalke. Schalke byrjaði leikinn mjög vel á móti hálfsofandi liði Real Madrid og þýska liðið var búið að fá eitt gott færi þegar Christian Fuchs skoraði fyrsta mark leiksins á tuttugustu mínútu og kom Schalke-liðinu í 1-0. Markið var því búið að liggja í loftinu. Það tók Real Madrid aðeins fimm mínútur að jafna metin en Cristiano Ronaldo skoraði þá með fallegum skalla eftir hornspyrnu frá Toni Kroos. Þýska liðið var ekkert að láta þetta mark slá sig út af laginu og Klaas-Jan Huntelaar kom Schalke aftur yfir á 40. mínútu eða aðeins nokkrum sekúndum efir að hann átti þrumuskot í samskeytin. Örstuttu síðar fylgdi Hollendingurinn eftir skoti félaga sína og skoraði á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo var hinsvegar einn af fáum með lífsmarki í liði Real Madrid í fyrri hálfleiknum og hann jafnaði metin aftur á 45. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Fábio Coentrao. Karim Benzema kom Real Madrid yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar hann skoraði þriðja mark spænska liðsins á 53. mínútu en Leroy Sané, sem er 19 ára strákur sem var að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Klaas-Jan Huntelaar skoraði fjórða mark Schalke og sitt annað mark á 85. mínútu og setti þá mikla spennu í leikinn enda þurfti þýska liðið þá bara eitt mark til viðbótar til að fara áfram á fleiri mörkum á útivelli. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, var betri en enginn í lokin og varði meðal annars frá Benedikt Höwedes en þýska liðið pressaði á lokakaflanum. Real Madrid hélt út en með naumundum þó og leikur liðsins verður örugglega harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum eftir leikinn.Schalke kemst í 1-0 á móti Real Madrid Ronaldo jafnar fyrir Real Madrid Klaas-Jan Huntelaar skorar gegn gömlu félögunum Ronaldo jafnar aftur fyrir Real Madrid Karim Benzema skorar fyrir Real Madrid Sané jafnaði í sínum fyrsta Meistaradeildarleik Klaas-Jan Huntelaar með sitt annað mark Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en frammistaða liðsins á Bernabéu í kvöld var þó langt frá því að vera sannfærandi þar sem spænska liðið skreið áfram eftir 4-3 tap á heimavelli á móti Schalke 04. Flestir bjuggust ekki við miklu af liði Schalke 04 í leiknum en frábær frammistaða þýska liðsins dugaði næstum því enda vantaði liðið bara eitt mark til að senda Real Madrid út úr Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í kvöld og það gerði Hollendingurinn Klaas-Jan Huntelaar líka fyrir Schalke. Schalke byrjaði leikinn mjög vel á móti hálfsofandi liði Real Madrid og þýska liðið var búið að fá eitt gott færi þegar Christian Fuchs skoraði fyrsta mark leiksins á tuttugustu mínútu og kom Schalke-liðinu í 1-0. Markið var því búið að liggja í loftinu. Það tók Real Madrid aðeins fimm mínútur að jafna metin en Cristiano Ronaldo skoraði þá með fallegum skalla eftir hornspyrnu frá Toni Kroos. Þýska liðið var ekkert að láta þetta mark slá sig út af laginu og Klaas-Jan Huntelaar kom Schalke aftur yfir á 40. mínútu eða aðeins nokkrum sekúndum efir að hann átti þrumuskot í samskeytin. Örstuttu síðar fylgdi Hollendingurinn eftir skoti félaga sína og skoraði á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo var hinsvegar einn af fáum með lífsmarki í liði Real Madrid í fyrri hálfleiknum og hann jafnaði metin aftur á 45. mínútu þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Fábio Coentrao. Karim Benzema kom Real Madrid yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar hann skoraði þriðja mark spænska liðsins á 53. mínútu en Leroy Sané, sem er 19 ára strákur sem var að spila sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni, jafnaði metin aðeins fjórum mínútum síðar. Klaas-Jan Huntelaar skoraði fjórða mark Schalke og sitt annað mark á 85. mínútu og setti þá mikla spennu í leikinn enda þurfti þýska liðið þá bara eitt mark til viðbótar til að fara áfram á fleiri mörkum á útivelli. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, var betri en enginn í lokin og varði meðal annars frá Benedikt Höwedes en þýska liðið pressaði á lokakaflanum. Real Madrid hélt út en með naumundum þó og leikur liðsins verður örugglega harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum eftir leikinn.Schalke kemst í 1-0 á móti Real Madrid Ronaldo jafnar fyrir Real Madrid Klaas-Jan Huntelaar skorar gegn gömlu félögunum Ronaldo jafnar aftur fyrir Real Madrid Karim Benzema skorar fyrir Real Madrid Sané jafnaði í sínum fyrsta Meistaradeildarleik Klaas-Jan Huntelaar með sitt annað mark
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira