Innlent

Gera ráð fyrir seinkunum hjá Strætó

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Farþegar beðnir um að fylgjast með vef Strætó og veðurfréttum.
Farþegar beðnir um að fylgjast með vef Strætó og veðurfréttum. Vísir/Stefán
Farþegar mega búast við að ferðir Strætó verði felldar niður eða seinki mikið í dag og jafnvel fram á kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Afar vont veður fer nú yfir landið en eins og Vísir hefur greint frá í dag hefur það mikil áhrif á samgöngur.

„Bæði er átt við höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina, í aðstæðum sem þessum er öryggi sett umfram tímaáætlun. Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að fylgjast með heimasíðu Strætó og veðurfréttum,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært 17.15:

Tilkynning hefur borist frá Strætó: „Enn eru seinkanir miklar vegna veðurs og færðar. Seinkanirnar eiga bæði við um Akstursþjónustu fatlaðs fólks og Strætisvagna. Það ættu allir að komast heim en ekki á réttum tíma, öryggi er sett umfram tímaáætlun í þessum aðstæðum.  Allt kapp er lagt á að koma farþegum heim eins fljótt og kostur er.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×