Patti ekki selt svo mikið sem einn skammt af Zinzino Balance Shake Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2015 14:46 Patrekur segist hvorki vera til frásagnar um Zinzino Balance Shake sem sölumaður né neytandi, ef því er að skipta. Vísir birti frétt í dag um það að fjölmargir þekktir íþróttakappar eru á lista yfir sölumenn heilsubótarefnisins Zinzino Balance Shake. Á lista yfir þá sem réttindi hafa til að selja Zinzino, og eru þannig hluti af píramídasölukerfinu, er Patrekur Jóhannesson handboltakappi og þjálfari Hauka og Austuríska landsliðsins. Honum þótti einkennilegt að sjá sjálfan sig sem einn af þessum sölumönnum.Hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi „Ég keypti í fyrra einn skammt fyrir mig sjálfan en hef aldrei selt þessa vöru til nokkurs manns, eina sem ég er að selja er saltfiskur fyrir Hauka,“ segir Patrekur léttur í lund: „Ég skil ekki af hverju ég er á lista yfir sölumenn þegar ég er ekki að selja neitt.“ Patrekur skorar á fólk að hafa við sig samband ef það vantar saltfisk. Hann segist ekki einu sinni hafa klárað skammtinn, svo hann er ekki til frásagnar um hvort þetta geri gagn. „Ég er eiginlega hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi,“ segir Patrekur sem veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar fólk kaupir sinn fyrsta skammt, er því boðið að kaupa fullan skammt og þá fylgja með réttindi til að gerast sölumaður Zinzino Balance Shake. Patrekur hefur greinilega keypt sér fullan skammt.Gríðarlegar vinsældir á Íslandi Vísir hefur undir höndum lista yfir alla söluaðila Zinzino á Íslandi en hvergi í víðri veröld hefur gengið betur að koma upp sölukerfi sem og á Íslandi. Um eitt prósent þjóðarinnar er á lista yfir þá sem eru söluaðilar Zinzino Balance. Þegar Zinzino hóf sína starfsemi einbeittu stjórnendur sér að Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Seinna bættust Baltnesku löndin, Ísland, Pólland og fleiri lönd á kortið. Erfitt er að segja til um hversu margir fást við sölu á þessu efni en lauslega áætlað, miðað við þá nafnalista sem Vísir hefur undir höndum, má ætla að eitt prósent Íslendinga séu skráðir sem sölumenn. Í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru um 50 þúsund manns sem selja Zinzino sem þýðir að miðað við höfuðtölu þá eru sölumenn Zinzino Balance Shake fjórum til fimm sinnum fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Það gæti hins vegar skýrt þessa háu tölu að Íslendingar vilja gjarnan kaupa allan pakkann, eins og Patrekur er ágætt dæmi um, og eru því skráðir sem sölumenn Zinzino Balance Shake. Tengdar fréttir Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Vísir birti frétt í dag um það að fjölmargir þekktir íþróttakappar eru á lista yfir sölumenn heilsubótarefnisins Zinzino Balance Shake. Á lista yfir þá sem réttindi hafa til að selja Zinzino, og eru þannig hluti af píramídasölukerfinu, er Patrekur Jóhannesson handboltakappi og þjálfari Hauka og Austuríska landsliðsins. Honum þótti einkennilegt að sjá sjálfan sig sem einn af þessum sölumönnum.Hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi „Ég keypti í fyrra einn skammt fyrir mig sjálfan en hef aldrei selt þessa vöru til nokkurs manns, eina sem ég er að selja er saltfiskur fyrir Hauka,“ segir Patrekur léttur í lund: „Ég skil ekki af hverju ég er á lista yfir sölumenn þegar ég er ekki að selja neitt.“ Patrekur skorar á fólk að hafa við sig samband ef það vantar saltfisk. Hann segist ekki einu sinni hafa klárað skammtinn, svo hann er ekki til frásagnar um hvort þetta geri gagn. „Ég er eiginlega hvorki til frásagnar sem sölumaður né neytandi,“ segir Patrekur sem veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar fólk kaupir sinn fyrsta skammt, er því boðið að kaupa fullan skammt og þá fylgja með réttindi til að gerast sölumaður Zinzino Balance Shake. Patrekur hefur greinilega keypt sér fullan skammt.Gríðarlegar vinsældir á Íslandi Vísir hefur undir höndum lista yfir alla söluaðila Zinzino á Íslandi en hvergi í víðri veröld hefur gengið betur að koma upp sölukerfi sem og á Íslandi. Um eitt prósent þjóðarinnar er á lista yfir þá sem eru söluaðilar Zinzino Balance. Þegar Zinzino hóf sína starfsemi einbeittu stjórnendur sér að Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Seinna bættust Baltnesku löndin, Ísland, Pólland og fleiri lönd á kortið. Erfitt er að segja til um hversu margir fást við sölu á þessu efni en lauslega áætlað, miðað við þá nafnalista sem Vísir hefur undir höndum, má ætla að eitt prósent Íslendinga séu skráðir sem sölumenn. Í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru um 50 þúsund manns sem selja Zinzino sem þýðir að miðað við höfuðtölu þá eru sölumenn Zinzino Balance Shake fjórum til fimm sinnum fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Það gæti hins vegar skýrt þessa háu tölu að Íslendingar vilja gjarnan kaupa allan pakkann, eins og Patrekur er ágætt dæmi um, og eru því skráðir sem sölumenn Zinzino Balance Shake.
Tengdar fréttir Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00 Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46 ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Zinzino Balance shake sagður lækna túrverki, kransæðastíflu, sykursýki, bakflæði; laga Asperger og ADHD, sjón, lesblindu... Reynslusögur af undralyfinu Zinzino Balance shake eru með miklum ólíkindum en Vísir skyggnist bak við tjöldin í hóp þeirra sem neyta og selja. 4. mars 2015 15:00
Silfurdrengir selja Zinzino Ýmsa þekkta íþróttakappa er að finna meðal sölumanna Zinzino Balance Shake. 10. mars 2015 10:46
ZinZino-keðjan sendir út viðvörun til útsendara sinna Mikill viðbúnaður er meðal þeirra sem fást við óhefðbundnar lækningar og sölu á heilsuvörum, vegna umfjöllunar fjölmiðla. 4. mars 2015 10:03