Innlent

Fylgstu með hvellinum „í beinni“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hviður geta náð allt að 55 metrum á sekúndu á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi.
Hviður geta náð allt að 55 metrum á sekúndu á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. Mynd/earth.nullschool.net
Nú upp úr hádegi er spáð að það hvessi verulega suðvestanlands og á að fara að snjóa fljótlega upp úr því.

Veðurstofan spáir miklum hvelli sem gengur nokkuð hratt yfir landið og geta hviður náð allt að 55 metrum á sekúndu á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og norðan til á Snæfellsnesi. Einnig vestan til undir Eyjafjöllum.

Snjóbylur verður á flestum fjallvegum og fyrst um sinn á láglendi líka, á undan skilum óveðurslægðarinnar. Veðrið gengur yfir um kvöldmatarleitið suðvestanlands og síðar í kvöld annars staðar á landinu.

Fylgjast má með storminum í beinni hér á Vísi í gegnum earth.nullschool.net og nánari upplýsingar um veðurspána er að finna á veðurvef Vísis.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×