Lífið

Hitler gefst upp á veðrinu á Íslandi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bruno Ganz sem Adolf Hitler
Bruno Ganz sem Adolf Hitler mynd/der untergang
Myndband fer nú sem eldur í sinu um netheima. Þar er þekkt sena úr kvikmyndinni Der Untergang textuð með íslenskum texta sem er talsvert fjarri upprunalegri meiningu. Myndbandið sýnir Bruno Ganz, í hlutverki Adolf Hitler, fárast yfir veðrinu.

Meðal þess sem tekið er fyrir er Holtavörðuheiði, veðurfræðingar og meining Hitler að honum gæti tekist ágætlega upp með að stýra veðrinu. Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Holtavörðuheiðin enn lokuð

Björgunaraðgerðir um það bil fjörutíu björgunarsveitarmanna við að hjálpa fólki úr föstum eða biluðum bílum á Holtavörðuheiði, sem hófust þar eftir að veður versnaði skyndilega síðdegis, stóðu fram yfir miðnætti og höfðu þá sumir hafst við í föstum bílum sínum í allt að fjórar klukkustundir.

Sala á sólarlandaferðum orðin eins og fyrir hrun

Það er nóg að gera hjá ferðaskrifstofum landsins, en sólarlandaferðir mokseljast þessa dagana og uppselt er í flestar ferðir í vetur. Starfsfólk ferðaskrifstofanna segir að salan sé orðin eins og fyrir hrun, enda sé landinn sé kominn nóg af kulda og slabbi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×