Hættir Volkswagen framleiðslu bjöllunnar? Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2015 09:41 Verður bjallan fyrir niðurskurðarhnífnum hjá Volkswagen? Hjá Volkswagen er nú reynt að skera niður kostnað til að auka arðsemi fyrirtækisins. Allra leiða er leitað og til greina kemur að hætta við framleiðslu nokkurra bílgerða sem ekki seljast sérlega vel. Ein þeirra er hin sögufræga bjalla, eða New Beetle, sem nú selst ekki nema í 2.000 til 3.000 eintökum á mánuði. Einnig er líklegt að Volkswagen hætti framleiðslu Polo með þremur hurðum, en fimm hurða útgáfa hans selst þó ágætlega. Þegar bjallan var endurvakin árið 1998 fékk bíllinn góðar viðtökur og seldust 83.000 eintök árið 1999. Salan nú er því aðeins orðin um þriðjungur þess. Núverandi kynslóð bjöllunnar er frá árinu 2011 og er hún því farin að eldast í ofanálag. Ráðamenn hjá Volkswagen segja að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um að hætta framleiðslu ákveðinna bílgerða, en heimildir frá Der Spiegel herma annað og segist blaðið hafa heimildir fyrir því að framtíð bjöllunar sé nú í mikilli hættu. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Hjá Volkswagen er nú reynt að skera niður kostnað til að auka arðsemi fyrirtækisins. Allra leiða er leitað og til greina kemur að hætta við framleiðslu nokkurra bílgerða sem ekki seljast sérlega vel. Ein þeirra er hin sögufræga bjalla, eða New Beetle, sem nú selst ekki nema í 2.000 til 3.000 eintökum á mánuði. Einnig er líklegt að Volkswagen hætti framleiðslu Polo með þremur hurðum, en fimm hurða útgáfa hans selst þó ágætlega. Þegar bjallan var endurvakin árið 1998 fékk bíllinn góðar viðtökur og seldust 83.000 eintök árið 1999. Salan nú er því aðeins orðin um þriðjungur þess. Núverandi kynslóð bjöllunnar er frá árinu 2011 og er hún því farin að eldast í ofanálag. Ráðamenn hjá Volkswagen segja að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin um að hætta framleiðslu ákveðinna bílgerða, en heimildir frá Der Spiegel herma annað og segist blaðið hafa heimildir fyrir því að framtíð bjöllunar sé nú í mikilli hættu.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent