Innlent

„Píratar eru nördar“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Páll Vilhjálmsson.
Páll Vilhjálmsson. Vísir/GVA
Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, kennari og bloggari, segir í færslu á vef sínum að Píratar séu nördar á sviði höfundarréttar.

Þeim hafi verið hampað á opinberum vettvangi á Norðurlöndunum en segir að Íslendingar hafi orðið „að trompa það og gera Pírata hluta af þjóðþinginu og að stærsta flokki landsins í skoðanakönnun.“

Þá segir Páll jafnframt að Íslendingum finnist „krúttlegt að gera nördaflokk hátt undir höfði eins og okkur fannst sniðugt að kjósa Jón Gnarr og Besta flokkinn.“

Hann segir þó að samfélagsgerðin á Íslandi hafi lítið breyst þrátt fyrir „jarðskjálftakippi þjóðarinnar“ eftir hrunið 2008. Þeir kippir hafi nefnilega að mestu verið á yfirborðinu að mati Páls:

„Kjarni okkar er samur og jafn fyrir og eftir hrun. Okkur þykir vænt um nörda og veitum smælingjum vettvang að láta ljós sitt skína í nafni mannúðar.

En við látum ekki nörda stýra þjóðarskútunni.“


Tengdar fréttir

Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun

Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m




Fleiri fréttir

Sjá meira


×