Viðskipti innlent

Landsbankinn að ganga frá kaupum á Sparisjóð Vestmannaeyja

Höskuldur Kári Schram skrifar
Allt bendir til þess að Landsbankinn gangi frá kaupum á Sparisjóð Vestmannaeyja á morgun. Formlegar viðræður hófust í gær eftir að frestur sem Fjármálaeftirlitið gaf sparisjóðnum til að bæta eiginfjárstöðu sína rann út.

Þrír aðilar skiluðu inn tilboði en auk Landsbankans var það Arionbanki og hópur innlendra og erlendra fjárfesta.

Nýleg athugun leiddi í ljós að eignasafn sjóðsins var ekki eins gott og áður var talið og gaf Fjármálaeftirlitið stjórn sjóðsins frest til klukkan fjögur í gær til að bregðast við stöðunni.

Stjórnin vildi upphaflega ganga til viðræðna við fjárfestahópinn en Fjármálaeftirlitið hafnaði þeirri leið. Því var ákveðið að hefja formlegar viðræður við Landsbankann.

Viðræðum var framhaldið í dag hafa gengið vel að sögn Þorbjargar Ingu Jónsdóttur stjórnarformanns Sparisjóðsins. Hún segir allt benda til þess að gengið verði frá kaupsamningi á morgun.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að mikil óánægja sé meðal margra stofnfjáreigenda sparisjóðsins og að sumir séu kanna rétt sinn vegna málsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×