Þýska flugfélagið Lufthansa hefur boðið aðstandendum farþega 4U 9525 vélar Germanwings 50 þúsund evra í skaðabætur á hvern farþega, eða jafnvirði 7,5 milljón króna.
Frá þessu er greint á vef Die Welt.
Flest þykir benda til þess að aðstoðarflugmaðurinn Andreas Lubitz hafi flogið vélinni viljandi á fjallgarðinn með þeim afleiðingum að hann og 149 manns til viðbótar létu lífið.
Komið hefur í ljós að flugmaðurinn átti við veikindi að stríða sem hann hélt leyndum frá vinnuveitendum og samstarfsfélögum sínum. Germanwings er dótturfélag Lufthansa.
Lufthansa hyggst greiða aðstandendum 7,5 milljón króna
Atli Ísleifsson skrifar
