Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 13:14 Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Möguleg kæra samninganefndar ríkisins á verfallsboðun fimm félaga af átján innan Bandalags háskólamanna mun ekki draga úr þunga boðaðra aðgerða að sögn formanns BHM. Formaður samninganefndar ríkisins fullyrðir að BHM krefjist þess að lægstu laun háskólamanna hækki um tæp fimmtíu prósent. Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins sem alla jafna er með fámælustu mönnum og ákaflega spar á að tala við fjölmiðla, upplýsir flestum að óvörum í Morgunblaðinu í dag, að BHM krefjist 48 prósenta hækkunar lægstu launa og vilji semja til tveggja eða þriggja ára. Miðað við þriggja ár samnng væri þetta krafa um 9 prósenta hækkun á ári. „Mér finnst þetta reyndar dálítið undarleg yfirlýsing af hans hálfu. Vegna þess að við höfum ekki sett kröfur fram með þessum hætti. Hitt er auðvitað annað mál að við höfum margoft bent á að lægstu laun fyrir fólk sem hefur lokið háskólaprófi skuli vera undir 400 þúsundum. Það Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur miðað við þær launatölur sem eru að ganga í samfélaginu þessa dagana,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Eitt sé að tala um lægstu laun, annað að tala um laun í heild sinni. Þá horfi BHM félagar einnig til þess hversu lengi fólk sé að vinna fyrir laununum. „Og við leggjum bara verulega áherslu á að fólk geti lifað af þeim launum sem það fær fyrir 40 stunda vinnu,“ segir Páll. Þá hefur fjármálaráðuneytið fullyrt að verkfallsboðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stéttarfélags lögfræðinga, Ljósmæðrafélags Íslands, Stéttarfélags háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringasviði og Félags íslenskra náttúrufræðinga sé ólögleg. Þetta eru fimm félög af þeim 18 félögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir og um 80 prósent að jafnaði samþykktu. Fjármálaráðuneytið mun líklega kæra verfallsboðun fimm áðurnefndra félaga BHM til Félagsdóms, jafnvel í dag. „Við erum að sjálfsögðu ekki sammála því. En málið er auðvitað þetta að lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna eru nú ekki óskaplega nákvæm í öllum atriðum. Þeir láta þarna reyna á atriði sem ég reyndar veit ekki hvað er. Vegna þess að þeir tilkynntu okkur um málaferlin áður en þeir sáu áður en þeir sáu hvernig atkvæðaseðillinn lítur út. Þannig að við bíðum bara spennt eftir að sjá nánar þeirra röksemdir,“ segir Páll. Það muni hins vegar ekki draga þunga aðgerða BHM félaga þótt Félagsdómur kæmist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þyrfti atkvæðagreiðsluna í fimm félögum af átján. „Nei, það mun að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á það. Því þú sérð að þegar að þessi hópur er á bakvið þessa verkfallsboðun, þá er honum full alvara,“ segir Páll. Mikill meirihluti félaga í þessum verkalýðsfélögum hafi verið hlyntur verkfalli. „Hann var mjög greinilegur,“ segir Páll Halldórsson.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira