Helmingur sölu Toyota bíla í Japan tvinnbílar Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 13:07 Frá samsetningarverksmiðju Toyota í Japan. Á næsta ári stefnir Toyota að því að um helmingur þeirra bíla sem fyrirtækið selur í Japan verði tvinnbílar, þ.e. Hybrid eða Plug-In-Hybrid bílar. Toyota gerir ráð fyrir að selja 760.000 slíka bíla í heimalandinu á næsta ári en þeir voru 684.000 í fyrra. Í heildina stefnir Toyota að því að framleiða 1,32 milljón tvinnbíla á næsta ári, ekki alla þeirra í Japan þó. Það yrði 30% meira en Toyota framleiddi í fyrra. Helsta ástæða fyrir þessari áherslu Toyota eru enn strangari reglur yfirvalda í Japan hvað skatta varðar á bíla vegna mengunar þeirra. Í dag er um helmingur framleiðslu Toyota undanþegið þessum skatti en Toyota ætlar að um 80% framleiðslu þeirra á næsta ári komist hjá þeim. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent
Á næsta ári stefnir Toyota að því að um helmingur þeirra bíla sem fyrirtækið selur í Japan verði tvinnbílar, þ.e. Hybrid eða Plug-In-Hybrid bílar. Toyota gerir ráð fyrir að selja 760.000 slíka bíla í heimalandinu á næsta ári en þeir voru 684.000 í fyrra. Í heildina stefnir Toyota að því að framleiða 1,32 milljón tvinnbíla á næsta ári, ekki alla þeirra í Japan þó. Það yrði 30% meira en Toyota framleiddi í fyrra. Helsta ástæða fyrir þessari áherslu Toyota eru enn strangari reglur yfirvalda í Japan hvað skatta varðar á bíla vegna mengunar þeirra. Í dag er um helmingur framleiðslu Toyota undanþegið þessum skatti en Toyota ætlar að um 80% framleiðslu þeirra á næsta ári komist hjá þeim.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent