Tækifæri til stöðugleika runnið úr greipum? ingvar haraldsson skrifar 27. mars 2015 11:55 Íslandsbanki spyr hvort stöðugleiki í hagkerfinu sé úti. vísir/vilhelm Greiningadeild Íslandsbanka telur að verðbólga muni fara yfir 2,5 prósent markamið Seðlabanka Íslands á síðari hluta ársins. Hagstofa Íslands tilkynnti í morgun verðbólgu á síðustu 12 mánuðum væri 1,6 prósent sem er tvöföld hækkun á 12 mánaða verðbólgu frá því í febrúar þegar hún var 0,8 prósent. „Virðist sem dýrmætt tækifæri til að koma á stöðugleika í samspili verðlags og launa hafi runnið úr greipum eftir því sem leið á síðasta ár, ekki síst vegna kjarasamninga stórra hópa opinberra starfsmanna sem hleyptu illu blóði í launþega á almennum markaði,“ segir í greiningu bankans. Bankinn spáir því að verðbólgan verði undir 4 prósenta efri vikmörkum Seðlabankans á síðari hluta ársins.Leiðréttingin líklegasti verðbólguvaldurinn Reiknuð húsaleiga vó þyngst í hækkun vísitölu neysluverðs í mars og hækkaði um 1,6 prósent milli mánaða. Nemur hækkunin 4,2 prósent undanfarna þrjá mánuði, sem er nærri jafn mikil hækkun og var samanlagt níu mánuðina þar á undan. Húsnæðisliðurinn skýrir stærstan hluta verðbólgunnar undanfarna 12 mánuði, enda mælist 0,1 prósent verðhjöðnun á því tímabili ef miðað er við vísitölu neysluverðs án húsnæðis segir í greiningu Íslandsbanka. Þá segir í greiningunni að nærtækt virðist vera að tengja hækkun fasteignaverðs við „leiðréttinguna“ svokölluðu, enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili. Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei hærri Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. 4. mars 2015 07:00 Verkalýðshreyfingin fær liðsstyrk í Sigmundi Davíð Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. 24. febrúar 2015 20:11 Verðbólga innan vikmarka Seðlabankans Verðbólga á síðustu 12 mánuðum mælist 1,6 prósent. 27. mars 2015 09:20 Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu Í tölum um þróun kaupmáttar einstakra hópa er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði, segir Gylfi Zoëga hagfræðingur í nýrri grein. Takist ekki að lægja öldurnar sé mikilvægt að ríkisstjórnin láti til sín taka. 11. mars 2015 07:00 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Greiningadeild Íslandsbanka telur að verðbólga muni fara yfir 2,5 prósent markamið Seðlabanka Íslands á síðari hluta ársins. Hagstofa Íslands tilkynnti í morgun verðbólgu á síðustu 12 mánuðum væri 1,6 prósent sem er tvöföld hækkun á 12 mánaða verðbólgu frá því í febrúar þegar hún var 0,8 prósent. „Virðist sem dýrmætt tækifæri til að koma á stöðugleika í samspili verðlags og launa hafi runnið úr greipum eftir því sem leið á síðasta ár, ekki síst vegna kjarasamninga stórra hópa opinberra starfsmanna sem hleyptu illu blóði í launþega á almennum markaði,“ segir í greiningu bankans. Bankinn spáir því að verðbólgan verði undir 4 prósenta efri vikmörkum Seðlabankans á síðari hluta ársins.Leiðréttingin líklegasti verðbólguvaldurinn Reiknuð húsaleiga vó þyngst í hækkun vísitölu neysluverðs í mars og hækkaði um 1,6 prósent milli mánaða. Nemur hækkunin 4,2 prósent undanfarna þrjá mánuði, sem er nærri jafn mikil hækkun og var samanlagt níu mánuðina þar á undan. Húsnæðisliðurinn skýrir stærstan hluta verðbólgunnar undanfarna 12 mánuði, enda mælist 0,1 prósent verðhjöðnun á því tímabili ef miðað er við vísitölu neysluverðs án húsnæðis segir í greiningu Íslandsbanka. Þá segir í greiningunni að nærtækt virðist vera að tengja hækkun fasteignaverðs við „leiðréttinguna“ svokölluðu, enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili.
Tengdar fréttir Kaupmáttur launa aldrei hærri Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. 4. mars 2015 07:00 Verkalýðshreyfingin fær liðsstyrk í Sigmundi Davíð Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. 24. febrúar 2015 20:11 Verðbólga innan vikmarka Seðlabankans Verðbólga á síðustu 12 mánuðum mælist 1,6 prósent. 27. mars 2015 09:20 Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu Í tölum um þróun kaupmáttar einstakra hópa er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði, segir Gylfi Zoëga hagfræðingur í nýrri grein. Takist ekki að lægja öldurnar sé mikilvægt að ríkisstjórnin láti til sín taka. 11. mars 2015 07:00 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Kaupmáttur launa aldrei hærri Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. 4. mars 2015 07:00
Verkalýðshreyfingin fær liðsstyrk í Sigmundi Davíð Forsætisráðherra er hlynntur kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að forðast óábyrgar launahækkanir níunda áratugarins því þær brenni inni í verðbólgu. 24. febrúar 2015 20:11
Verðbólga innan vikmarka Seðlabankans Verðbólga á síðustu 12 mánuðum mælist 1,6 prósent. 27. mars 2015 09:20
Ríkið bregðist við ef ekki er slegið á ólgu Í tölum um þróun kaupmáttar einstakra hópa er ekki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði, segir Gylfi Zoëga hagfræðingur í nýrri grein. Takist ekki að lægja öldurnar sé mikilvægt að ríkisstjórnin láti til sín taka. 11. mars 2015 07:00