Viðskipti innlent

Vilja að Landsbankinn taki sparisjóðinn yfir

Vísir/Óskar
Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja ákvað seint í gærkvöldi að fara þess á leit við Landsbankann að hann gerði formlegt tilboð í sjóðinn. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Búist er við því að tilboð muni liggja fyrir klukkan tvö í dag en sjóðurinn hefur aðeins frest til klukkan fjögur síðdegis til að bæta eiginfjárstöðu sína.

Ef ekkert gerist fyrir þann tíma mun Fjármálaeftirlitið skipa sjóðnum slitastjórn að því er segir ennfremur. Landsbankanum er ekki heimilt, vegna samkeppnissjónarmiða, að taka sjóðinn yfir ef aðrir kaupendur eru tilbúnir til að reka hann áfram sjálfstætt. Samkvæmt blaðinu metur stjórnin það nú sem svo að litlar líkur séu á að það takist og því var ákveðið að hafa samband við bankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×