Kafa djúpt í líf Lubitz

Allt kapp er lagt á að komast að því hvað manninum gekk til en á hljóðupptökum úr klefanum kemur ekkert fram sem varpað getur ljósi á ástæður þess að maðurinn, sem var 28 ára gamall, framkvæmdi voðaverkið. Þýskir miðlar hafa það eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að mikilvæg vísbending hafi þegar litið dagsins ljós en ekki hefur verið greint frá því hver hún sé.
Það hefur þó verið gefið út að Lubitz hafi ekki skilið eftir sig sjálfsmorðsbréf.
Tengdar fréttir

Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins
Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust.

Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi
Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann.

Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“
Aðstoðarflugmanninum sem talið er að hafi flogið viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum, og þannig banað sjálfum sér og 149 öðrum, er lýst sem indælum manni.

Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi
Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni.

Harmleikur í háloftunum
Þegar 150 manns farast með farþegaþotu í hefðbundnu millilandaflugi í Evrópu, líkt og gerðist í Frönsku ölpunum á þriðjudag, verður fólk sem notar þennan ferðamáta eðlilega slegið og skelkað. Fá orð ná svo utan um harminn sem nístir þá sem atburðurinn snertir beint.