Andreas Lubitz var „mjög skemmtilegur ungur maður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2015 21:53 Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður hjá Germanwings. Vísir/AFP Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem talið er að hafi flogið vél Germanwings viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum á þriðjudag, var indæll ungur maður. Þetta segir Peter Ruecker, flugmaður, sem var með Lubitz í flugklúbbi í heimabæ aðstoðarflugmannsins Montabaur. „Hann var mjög skemmtilegur en stundum var hann svolítið þögull. Hann var bara eins og hver annar strákur hérna,“ sagði Ruecker í samtali við Reuters. Hann sagðist orðlaus yfir því að Lubitz hafi viljandi flogið á fjallgarðinn. „Ég þekki Andreas og þetta er mér óskiljanlegt.“Getur ekki ímyndað sér að Lubitz hafi gert þetta viljandi Annar flugmaður, Klaus Radke, kynntist Lubitz síðasta haust. „Hann kom vel fyrir, var indæll, kurteis og mjög skemmtilegur ungur maður,“ sagði Radke í samtali við Reuters. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér að Lubitz hafi ætlað sér að fljúga á fjallið. „Málið er enn til rannsóknar svo ég bið fólk um að hugsa sig um áður en það dregur endanlegar ályktanir.“Hafði áhuga á raftónlist, diskói og keilu Búið er að loka Facebook-reikningi Lubitz. Í frétt Guardian segir að reikningurinn hafi bent til þess að um „venjulegan“ ungan mann hafi verið að ræða, með áhuga á raftónlist, diskói og keilu. Hann á að hafa líkað við síður Lufthansa og LFT Bremen, eins af fimm flugskólum Lufthansa og þar sem hann stundaði sjálfur nám. Lubitz virðist hafa umgengst flesta vini sína í bænum Koblenz. Á síðu sinni hlekkjar hann inn á síðu klifurveggs í nálægu skóglendi, veitingastaðar Burger King, keilusalsins Pinup og næturklúbbsins Agostea Nachtarena í Koblenz.Tilgangurinn að granda flugvélinni Flugstjóri í fluginu yfirgaf flugstjórnarklefann til að fara á salernið en þá læsti Lubitz klefanum, hægði á vélinni og setti hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Saksóknari segir líklegustu tilgátuna vera að aðstoðarflugmaðurinn hafi gert þetta viljandi. Tilgangurinn hafi verið að granda flugvélinni en 150 manns létust í flugslysinu. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29 Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem talið er að hafi flogið vél Germanwings viljandi á fjallgarð í frönsku Ölpunum á þriðjudag, var indæll ungur maður. Þetta segir Peter Ruecker, flugmaður, sem var með Lubitz í flugklúbbi í heimabæ aðstoðarflugmannsins Montabaur. „Hann var mjög skemmtilegur en stundum var hann svolítið þögull. Hann var bara eins og hver annar strákur hérna,“ sagði Ruecker í samtali við Reuters. Hann sagðist orðlaus yfir því að Lubitz hafi viljandi flogið á fjallgarðinn. „Ég þekki Andreas og þetta er mér óskiljanlegt.“Getur ekki ímyndað sér að Lubitz hafi gert þetta viljandi Annar flugmaður, Klaus Radke, kynntist Lubitz síðasta haust. „Hann kom vel fyrir, var indæll, kurteis og mjög skemmtilegur ungur maður,“ sagði Radke í samtali við Reuters. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér að Lubitz hafi ætlað sér að fljúga á fjallið. „Málið er enn til rannsóknar svo ég bið fólk um að hugsa sig um áður en það dregur endanlegar ályktanir.“Hafði áhuga á raftónlist, diskói og keilu Búið er að loka Facebook-reikningi Lubitz. Í frétt Guardian segir að reikningurinn hafi bent til þess að um „venjulegan“ ungan mann hafi verið að ræða, með áhuga á raftónlist, diskói og keilu. Hann á að hafa líkað við síður Lufthansa og LFT Bremen, eins af fimm flugskólum Lufthansa og þar sem hann stundaði sjálfur nám. Lubitz virðist hafa umgengst flesta vini sína í bænum Koblenz. Á síðu sinni hlekkjar hann inn á síðu klifurveggs í nálægu skóglendi, veitingastaðar Burger King, keilusalsins Pinup og næturklúbbsins Agostea Nachtarena í Koblenz.Tilgangurinn að granda flugvélinni Flugstjóri í fluginu yfirgaf flugstjórnarklefann til að fara á salernið en þá læsti Lubitz klefanum, hægði á vélinni og setti hana í dýfu. Á hljóðupptökum má heyra flugstjórann biðja flugmanninn um að hleypa sér inn en honum er aldrei svarað. Saksóknari segir líklegustu tilgátuna vera að aðstoðarflugmaðurinn hafi gert þetta viljandi. Tilgangurinn hafi verið að granda flugvélinni en 150 manns létust í flugslysinu.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29 Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Saksóknari í Frakklandi segir ekki hægt að tala um sjálfsvíg flugmannsins. Hann hafi myrt 149 manns. Gríðarleg sorg í heimabæ 16 framhaldsskólanema í Þýskalandi sem fórust. 26. mars 2015 18:29
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31