Gríðarleg sorg vegna voðaverks flugmannsins Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 18:29 Ættingjar þeirra sem fórust og heimsbyggðin öll er slegin eftir að í ljós kom að tuttugu og átta ára gamall aðstoðarflugmaður GermanWings steypti Airbus flugvél félagsins viljandi til jarðar í fyrradag með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Saksóknari í Frakklandi upplýsti í morgun að heyra mætti á hljóðupptökum úr Airbus flugvélinni sem fórst í Ölpunum á þriðjudag að flugstjórinn hafi yfirgefið flugstjórnarklefann eftir að flugvélin var komin í farflugshæð. Eftir það hafi hinn 28 ára gamli Andreas Lubitz aðstoðarflugmaður tekið sjálfsstýringuna af og lækkaði flugið. Ákveðnar verklagsreglur eru um hvernig hurðin á flugstjórnarklefanum er opnuð fyrir fólki og flugmenn í klefanum geta læst henni alveg sem aðstoðarflugmaðurinn virðist hafa gert. „Líklegasta og raunhæfasta skýringin frá okkar bæjardyrum séð er að flugmaðurinn hafi viljandi virt að vettugi barsmíðar flugstjórans á hurðina, neitað að opna hurðina fyrir flugstjóranum og ýtt á takkann sem setti flugvélina í hæðarlækkun,“ segir Brice Robin saksóknari í Frakklandi. En honum var greint frá innihaldi hljóðupptökunnar úr flugstjórnarklefanum um miðnætti síðast liðna nótt. Ekki sé hægt að kalla það sjálfvíg þegar maðurinn ákveði að myrða 149 saklausa borgara. Greinilega megi heyra andadrátt aðstoðarflugmannsins á hljóðupptökum og þegar flugstjórinn bankaði á hurðina á flugstjórnarklefanum og reyndi síðan að brjóta upp hurðina. Víða um Þýskaland var þeirra látnu minnst með mínútu þögn í morgun á þeirri sömu mínútu og flugvélin hvarf af ratsjám í fyrradag. Sextán nemendur og tveir kennarar frá Joseph-Koenig framhaldsskólanum í bænum Haltern am See voru á leiðinni heim úr árlegri skiptinema heimsókn í skólans til Barcelóna. En mikil ásókn var í að fá að fara í þessa ferð og var dregið um það hvaða nemendur fengu að fara í þessa afdrifaríku ferð. „Ég tel að þeir sem fórust hafi aðeins gert sér grein fyrir því á allra síðustu mínútunum áður en flugvélin skall í fjallshlíðina hvað var að gerast. Við greinum það á upptökunum, hrópunum í farþegunum,“ segir Robin. Íbúar í bænum Haltern am See sem telja aðeins 37 þúsund og flestir þekkja alla, eru þrumu lostnir yfir þessum hræðilega atburði. „Ég er í fullkomnu áfalli. Ég get ekki annað en grátið. Hreinskilningslega þá kem ég varla upp orði. Ég er ákaflega snortin. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta hefði ekki verið óumflýjanlegt slys. Ég get ekki talað meira, nú fer ég að gráta,“ sagði Karin Teison íbúi um fimmtugt í bænum. „Ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu í morgun, um flugmanninn“ sagði Agathe Koch eldri kona í Haltern. „Við þekktum farþega, tvö börn sem fórust með flugvélinni. Það var nógu slæmt út af fyrir sig. Ég get ekki sagt meira,“ sagði Koch áður en hún féll saman. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ættingjar þeirra sem fórust og heimsbyggðin öll er slegin eftir að í ljós kom að tuttugu og átta ára gamall aðstoðarflugmaður GermanWings steypti Airbus flugvél félagsins viljandi til jarðar í fyrradag með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Saksóknari í Frakklandi upplýsti í morgun að heyra mætti á hljóðupptökum úr Airbus flugvélinni sem fórst í Ölpunum á þriðjudag að flugstjórinn hafi yfirgefið flugstjórnarklefann eftir að flugvélin var komin í farflugshæð. Eftir það hafi hinn 28 ára gamli Andreas Lubitz aðstoðarflugmaður tekið sjálfsstýringuna af og lækkaði flugið. Ákveðnar verklagsreglur eru um hvernig hurðin á flugstjórnarklefanum er opnuð fyrir fólki og flugmenn í klefanum geta læst henni alveg sem aðstoðarflugmaðurinn virðist hafa gert. „Líklegasta og raunhæfasta skýringin frá okkar bæjardyrum séð er að flugmaðurinn hafi viljandi virt að vettugi barsmíðar flugstjórans á hurðina, neitað að opna hurðina fyrir flugstjóranum og ýtt á takkann sem setti flugvélina í hæðarlækkun,“ segir Brice Robin saksóknari í Frakklandi. En honum var greint frá innihaldi hljóðupptökunnar úr flugstjórnarklefanum um miðnætti síðast liðna nótt. Ekki sé hægt að kalla það sjálfvíg þegar maðurinn ákveði að myrða 149 saklausa borgara. Greinilega megi heyra andadrátt aðstoðarflugmannsins á hljóðupptökum og þegar flugstjórinn bankaði á hurðina á flugstjórnarklefanum og reyndi síðan að brjóta upp hurðina. Víða um Þýskaland var þeirra látnu minnst með mínútu þögn í morgun á þeirri sömu mínútu og flugvélin hvarf af ratsjám í fyrradag. Sextán nemendur og tveir kennarar frá Joseph-Koenig framhaldsskólanum í bænum Haltern am See voru á leiðinni heim úr árlegri skiptinema heimsókn í skólans til Barcelóna. En mikil ásókn var í að fá að fara í þessa ferð og var dregið um það hvaða nemendur fengu að fara í þessa afdrifaríku ferð. „Ég tel að þeir sem fórust hafi aðeins gert sér grein fyrir því á allra síðustu mínútunum áður en flugvélin skall í fjallshlíðina hvað var að gerast. Við greinum það á upptökunum, hrópunum í farþegunum,“ segir Robin. Íbúar í bænum Haltern am See sem telja aðeins 37 þúsund og flestir þekkja alla, eru þrumu lostnir yfir þessum hræðilega atburði. „Ég er í fullkomnu áfalli. Ég get ekki annað en grátið. Hreinskilningslega þá kem ég varla upp orði. Ég er ákaflega snortin. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta hefði ekki verið óumflýjanlegt slys. Ég get ekki talað meira, nú fer ég að gráta,“ sagði Karin Teison íbúi um fimmtugt í bænum. „Ég heyrði þetta fyrst í útvarpinu í morgun, um flugmanninn“ sagði Agathe Koch eldri kona í Haltern. „Við þekktum farþega, tvö börn sem fórust með flugvélinni. Það var nógu slæmt út af fyrir sig. Ég get ekki sagt meira,“ sagði Koch áður en hún féll saman.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44 Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35 Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31 Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30 Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Saksóknarar í Frakklandi segja aðstoðarflugmanninn hafa dýft vélinni um leið og flugstjórinn yfirgaf flugstjórnarklefann. 26. mars 2015 11:44
Icelandair og Wow Air breyta verklagi vegna flugslyssins í Frakklandi Aldrei mega vera færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefanum hverju sinni. 26. mars 2015 15:35
Annar flugmaðurinn læstur úti úr flugstjórnarklefanum Erlendir miðlar segja að á upptökum heyrist flugmaður Germanwings vélarinnar banka á hurðina og á endanum reyna að sparka hana niður fyrir brotlendinguna. 26. mars 2015 07:31
Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Vél Germanwings hrapaði í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 10:11
Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50
Sænskt knattspyrnulið átti bókuð sæti í fluginu sem fórst 29 manna hópur frá Dalkurd FF var á heimleið eftir æfingabúðir í Barcelona. 25. mars 2015 11:30
Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Hryllileg aðkoma að slysstaðnum þar sem Germanwings flugvélin hrapaði. Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust. 25. mars 2015 19:15
Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42