Ný atkvæðagreiðsla SGS gæti orðið um harðari aðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 18:30 Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ekkert verður af verkfallsaðgerðum um tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins sem hefjast áttu tíunda apríl. Atkvæðagreiðsla um aðgerðirnar hefur verið stöðvuð eftir dóm félagsdóms í gær. Samtök atvinnulífsins kærði sameiginlega atkvæðagreiðslu tveggja félaga tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sem ætluðu að hefja verkfallsaðgerðir í morgun. Félagsdómur kvað upp þann dóm í gær að ólöglegt væri að einstök verkalýðsfélög greiddu sameiginlega atkvæði um verkfallsboðun. Þetta hefur áhrif á boðaðar verkfallsaðgerðir félaga í Starfsgreinasambandinu sem áttu að hefjast hinn 10. apríl að undangenginni atkvæðagreiðslu og gæti seinkað þeim til loka apríl. Atkvæðagreiðsla um tíu þúsund félagsmanna í 16 aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst sl. mánudag og átti að ljúka næst komandi mánudag. Eftir fund formanna aðildarfélaganna í húsakynnum sambandsins í dag var hins vegar ákveðið að stöðva atkvæðagreiðsluna. „Nú þarf raunverulega að fara fram atkvæðagreiðsla í hverju félagi fyrir sig. Við munum einfaldlega byrja að undirbúa það. Þetta auðvitað þýðir það að þessu seinkar með einhverjum hætti vegna þess að það þarf að greiða atkvæði aftur,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Verkfallsaðgerðir sem byrja áttu með tímabundnum aðgerðum einstakra félaga til skiptis áður en til allsherjarverkfalls kæmi, gætu orðið harðari eftir nýja atkvæðagreiðslu. „Þar sem við teljum að að þarna séu Samtök atvinnulífsins að reyna að hafa okkur á einhverju tæknimáli. En ekki það að vilja koma og semja við okkur,“ segir Björn.Þið farið þá jafnvel fyrr í ferlinu í allsherjarverkfall en áður var ákveðið?„Já það gæti alveg gerst. Menn eru mjög reiðir yfir því að þurfa að gera þetta og ég held að þetta efli okkar félagsmenn og þeir muni verða mjög reiðir yfir því að Samtök atvinnulífsins séu að reyna að gera þetta með þessum hætti. Þetta held ég að verði til þess að efla okkur í því sem við erum að gera,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira