Innlent

Tillögur að nýjum Reykjavíkurhúsum í Vesturbugt og Kirkjusandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vesturbugt samkvæmt nýju deiliskipulagi.
Vesturbugt samkvæmt nýju deiliskipulagi. Mynd/Ask arkitektar
Borgarráð fjallaði í morgun um skýrslu starfshóps um nýju Reykjavíkurhúsin sem ætlunin er að rísi, meðal annars í Vesturbugt og á Kirkjusandi. Áttatíu íbúðir hið minnsta verða í Vesturbugt undir merkjum Reykjavíkurhúsa, en gert er ráð fyrir að hluti þeirra verði félagslegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Reykjavíkurborg vill tryggja að sem best félagsleg blöndun verði í Vesturbugt og Kirkjusandi sem munu byggjast upp á næstu árum.mynd/askarkitektar.
Lagðar voru fram tillögur um hvernig staðið verði að úthlutuninni en gert er ráð fyrir samstarfi við einkaaðila við uppbygginguna, auk félaga sem reka leigu- og búseturéttarhúsnæði. Auglýst verður sérstaklega eftir samstarfsaðilum í því skyni en borgarráð mun taka afstöðu til tillagnanna á næsta fundi sínum.

Kirkjusandur. Athugið að teikningin sýnir frumhugmynd að því hvernig byggðin gæti litið út.
Í Vesturbugt við gömlu höfnina er gert ráð fyrir að byggist upp 24 þúsund fermetrar af mannvirkjum. Samkvæmt nýjum drögum að deiliskipulagi fyrir reitinn verða byggðar 165 íbúðir á reitnum sem skiptast í útsýnisíbúðir, almennar íbúðir og raðhús auk leikskóla. Á Kirkjusandsreitnum er gert ráð fyrir á annað hundrað íbúðum undir merkjum Reykjavíkurhúsa.

Um leið og útboðskilmálar hafa verið samþykktir verður auglýst eftir samstarfsaðilum en gera má ráð fyrir því um miðjan apríl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×