Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2015 10:37 Frá vinstri: Vinkonurnar Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir, Hanna María Geirdal og Karen Björk. Vísir Karen Björk Eyþórsdóttir ákvað í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum að efna til #FreeTheNipple viðburðar fyrir alla þjóðina á Facebook í gær. Ekki leyst forsvarsmönnum samfélagsmiðilsins betur á þær áætlanir en svo að þeir sendu viðvörun og eyddu viðburðinum. Yfir þúsund manns voru búnir að melda sig þar sem sýna átti samstöðu með baráttu kvenna fyrir því að sýna brjóst sín líkt og karlmenn fá athugasemdalaust. „Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er. Myndin sem ég notaði með viðburðinum var af stelpu á strönd á brjóstunum. Á myndina var skrifað FREE THE NIPPLE,“ útskýrir Karen Björk í samtali við Vísi.Vill festa daginn í dagatali komandi kynslóða Í skilaboðum Facebook til Karenar kemur fram að í viðburðinum sem hún stofnaði hafi verið að finna efni sem brýtur gegn skilyrðum fyrir notkun á Facebook. Láti hún ekki af því verði aðgangi hennar lokað. Karen Björk, sem starfar í þjónustuveri 365 þar sem hún svarar fyrirspurnum fólks á brjóstunum í tilefni dagsins, varð vör við að stofnað hafði verið til viðburða víða í gærkvöldi. Til dæmis í Háskóla Íslands, MR, MH og Verzló. Hún sjálf er ekki í skóla og vildi því stofna viðburð sem næði til allra sem hefðu áhuga á málstaðnum. „Ég vildi sameina alla minni viðburðina sem eru nú þegar myndaðir. Þetta er málefni sem hefur angrað mig lengi og á þessari stundu gæti ég ekki verið stoltari af mínu þjóðerni. Vonandi verður þessi dagur festur í dagatali komandi kynslóða!“Tengist umræðunni um Slut Shaming „Það að þessi pínulitli hluti af líkömum kvenna skuli særa blygðunarkennd margra finnst mér svo furðurlegt,“ segir Karen Björk. Enn furðulegra er hve margir virðist hafa óbeit á brjóstagjöf á almannafæri vitandi að um sé að ræða það allra nauðsynlegasta í vexti hvers og eins. Karen segir #FreeTheNipple tengjast inn í umræðuna um Slut Shaming þar sem konur eru dæmdar vegna klæðaburðar og ofbeldi gegn þeim þannig réttlætt. „Virkilega margir aðdáunarverðir einstaklingar svo sem skipuleggendur Druslugöngunnar og forsvarsmenn samtakanna Tabú hafa svo keyrt þessar pælingar inn í huga landsmanna og fyrir þeim tek ég ofan alla mína hatta. Sömuleiðis snillingunum úr Verzlunarskóla Íslands sem hófu umræðuna og öllum sem ætla að taka þátt,“ segir Karen.#freethenipple Tweets #FreeTheNipple Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Karen Björk Eyþórsdóttir ákvað í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum að efna til #FreeTheNipple viðburðar fyrir alla þjóðina á Facebook í gær. Ekki leyst forsvarsmönnum samfélagsmiðilsins betur á þær áætlanir en svo að þeir sendu viðvörun og eyddu viðburðinum. Yfir þúsund manns voru búnir að melda sig þar sem sýna átti samstöðu með baráttu kvenna fyrir því að sýna brjóst sín líkt og karlmenn fá athugasemdalaust. „Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er. Myndin sem ég notaði með viðburðinum var af stelpu á strönd á brjóstunum. Á myndina var skrifað FREE THE NIPPLE,“ útskýrir Karen Björk í samtali við Vísi.Vill festa daginn í dagatali komandi kynslóða Í skilaboðum Facebook til Karenar kemur fram að í viðburðinum sem hún stofnaði hafi verið að finna efni sem brýtur gegn skilyrðum fyrir notkun á Facebook. Láti hún ekki af því verði aðgangi hennar lokað. Karen Björk, sem starfar í þjónustuveri 365 þar sem hún svarar fyrirspurnum fólks á brjóstunum í tilefni dagsins, varð vör við að stofnað hafði verið til viðburða víða í gærkvöldi. Til dæmis í Háskóla Íslands, MR, MH og Verzló. Hún sjálf er ekki í skóla og vildi því stofna viðburð sem næði til allra sem hefðu áhuga á málstaðnum. „Ég vildi sameina alla minni viðburðina sem eru nú þegar myndaðir. Þetta er málefni sem hefur angrað mig lengi og á þessari stundu gæti ég ekki verið stoltari af mínu þjóðerni. Vonandi verður þessi dagur festur í dagatali komandi kynslóða!“Tengist umræðunni um Slut Shaming „Það að þessi pínulitli hluti af líkömum kvenna skuli særa blygðunarkennd margra finnst mér svo furðurlegt,“ segir Karen Björk. Enn furðulegra er hve margir virðist hafa óbeit á brjóstagjöf á almannafæri vitandi að um sé að ræða það allra nauðsynlegasta í vexti hvers og eins. Karen segir #FreeTheNipple tengjast inn í umræðuna um Slut Shaming þar sem konur eru dæmdar vegna klæðaburðar og ofbeldi gegn þeim þannig réttlætt. „Virkilega margir aðdáunarverðir einstaklingar svo sem skipuleggendur Druslugöngunnar og forsvarsmenn samtakanna Tabú hafa svo keyrt þessar pælingar inn í huga landsmanna og fyrir þeim tek ég ofan alla mína hatta. Sömuleiðis snillingunum úr Verzlunarskóla Íslands sem hófu umræðuna og öllum sem ætla að taka þátt,“ segir Karen.#freethenipple Tweets
#FreeTheNipple Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36
Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55
Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33
Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56
Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54