Er trans trend? Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. mars 2015 16:00 Í dægurmálamenningu má merkja að transfólk verður sífellt meira áberandi. Öll höfum við heyrt reynslusögur transfólks sem hefur upplifað mikið mótlæti. Víða mætir transfólk fordómum og jafnvel ofbeldi fyrir kynvitund sína. En er vitundarvakning að eiga sér stað? Í dægurmálamenningu má merkja að transfólk verður sífellt meira áberandi. Nýleg dæmi þess er þátturinn Transparent og Netflix-serían Orange is the new black, þar sem transkonan Laverne Cox leikur burðarhlutverk. Tískuheimurinn hefur einnig tekið við sér í þessum efnum. Transfyrirsætan Lea T sat fyrir í auglýsingaherferð Givenchy árið 2010 og vakti mikla athygli. Síðan hafa margir fylgt í fótspor tískurisans, J.W Andersen, Prada, Gucci svo einhverjir séu nefndir, og á nýliðnum tískuvikum heimsborganna var mikið um vísanir í transmenningu í hönnun og stíl. Á tískuvikunni í New York stal transfólk hreinlega senunni. Er transmenning orðin svöl, með aukinni og upplýstari umræðu, eða eru kapítalískir hvatar að baki og transfólk einfaldlega orðinn stærri neytendahópur en áður sem fyrirtæki sjá sér hag í að höfða til? Eða er transfólk nýjasti jaðarhópurinn sem tískuheimurinn sækir innblástur til líkt og hipparnir áður eða pönkararnir eða hommarnir? Hefur tískuheimurinn kannski alltaf dansað á þessari línu? Rætt er við hjúkrunarfræðing sem starfaði á geðsviði, höfund Hjallastefnunnar og formann samtakanna Trans-Ísland. Meira um transfólk í fyrsta tölublaði Glamour. Hægt er að kaupa áskrift hér.Transfyrirsætan Lea T, var andlit GivenchyGlamour/GettyLaverne Cox er transkona, en hún fer með hlutverk í þáttaröðinni Orange is the New Black.Glamour/GettyAuglýsingaherferð GivenchyÚr auglýsingaherferð Barney's í fyrra. Herferðin skartaði 17 transfyrirsætum.Jared Leto í hlutverki sínu sem transkona í kvikmyndinni Dallas Buyer's ClubSkjáskotAndrea Pejic er þekkt fyrirsæta sem hefur sýnt fyrir mörg þekkt merki, meðal annars Jean Paul Gaultier. Hún kom út úr skápnum sem transkona síðastliðið sumar og undirgekkst kynleiðréttingu síðar sama ár.Glamour/Getty Glamour Tíska Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour Ný kynslóð ofurfyrirsætna Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour MTV EMA: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Tók mömmu sína með á rauða dregilinn Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour
Öll höfum við heyrt reynslusögur transfólks sem hefur upplifað mikið mótlæti. Víða mætir transfólk fordómum og jafnvel ofbeldi fyrir kynvitund sína. En er vitundarvakning að eiga sér stað? Í dægurmálamenningu má merkja að transfólk verður sífellt meira áberandi. Nýleg dæmi þess er þátturinn Transparent og Netflix-serían Orange is the new black, þar sem transkonan Laverne Cox leikur burðarhlutverk. Tískuheimurinn hefur einnig tekið við sér í þessum efnum. Transfyrirsætan Lea T sat fyrir í auglýsingaherferð Givenchy árið 2010 og vakti mikla athygli. Síðan hafa margir fylgt í fótspor tískurisans, J.W Andersen, Prada, Gucci svo einhverjir séu nefndir, og á nýliðnum tískuvikum heimsborganna var mikið um vísanir í transmenningu í hönnun og stíl. Á tískuvikunni í New York stal transfólk hreinlega senunni. Er transmenning orðin svöl, með aukinni og upplýstari umræðu, eða eru kapítalískir hvatar að baki og transfólk einfaldlega orðinn stærri neytendahópur en áður sem fyrirtæki sjá sér hag í að höfða til? Eða er transfólk nýjasti jaðarhópurinn sem tískuheimurinn sækir innblástur til líkt og hipparnir áður eða pönkararnir eða hommarnir? Hefur tískuheimurinn kannski alltaf dansað á þessari línu? Rætt er við hjúkrunarfræðing sem starfaði á geðsviði, höfund Hjallastefnunnar og formann samtakanna Trans-Ísland. Meira um transfólk í fyrsta tölublaði Glamour. Hægt er að kaupa áskrift hér.Transfyrirsætan Lea T, var andlit GivenchyGlamour/GettyLaverne Cox er transkona, en hún fer með hlutverk í þáttaröðinni Orange is the New Black.Glamour/GettyAuglýsingaherferð GivenchyÚr auglýsingaherferð Barney's í fyrra. Herferðin skartaði 17 transfyrirsætum.Jared Leto í hlutverki sínu sem transkona í kvikmyndinni Dallas Buyer's ClubSkjáskotAndrea Pejic er þekkt fyrirsæta sem hefur sýnt fyrir mörg þekkt merki, meðal annars Jean Paul Gaultier. Hún kom út úr skápnum sem transkona síðastliðið sumar og undirgekkst kynleiðréttingu síðar sama ár.Glamour/Getty
Glamour Tíska Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour LVMH reyna að selja Donna Karan Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour Ný kynslóð ofurfyrirsætna Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Push-up brjóstahaldarinn kemst aftur í tísku Glamour MTV EMA: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Tók mömmu sína með á rauða dregilinn Glamour Balenciaga bauð upp á þykkbotna Crocs Glamour