Fangaklefi á barnaheimili vakti grunsemdir 25. mars 2015 11:34 Upphaf Breiðuvíkurmálsins má rekja til þess þegar kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson frétti frá vini sínum af tilvist steypts klefa í kjallara hótelsins á Breiðavík, sem eitt sinn var vistheimili fyrir börn. ,,Birna sem er staðarhaldari fór með hann niður í kjallara og sýndi honum klefa þar sem voru rimlar steyptir í vegg. Það var bara eitthvað rangt við þetta, að svona klefi væri í húsi þar sem börn voru vistuð,” segir Bergsteinn, sem fór í kjölfarið að reyna að hafa upp á drengjum sem höfðu dvalið á Breiðavík. Það gekk hinsvegar ekki vel. ,,Það var bara dauðaþögn, það vildi enginn tala við mig. Það vissi enginn neitt og það var eins og enginn hefði verið þarna.” Þegar Bergsteinn náði sambandi við drengina kom í ljós skelfileg misnotkun og ofbeldi sem vistmenn á Breiðavík höfðu þurft að þola. Besti vann að myndinni í fjölda ára og í millitíðinni komst málið í hámæli í fjölmiðlum. Svo fór fyrir rest að Breiðavíkurdrengjunum voru dæmdar bætur og forsætisráðherra bað þá afsökunar á þeirri meðferð sem þeir máttu sæta. ,,Ég held að þetta hafi gert ansi mikið fyrir þessa menn sem voru þarna og það er ansi góð tilfinning,” segir Bergsteinn. ,,Það er eins og þegar börn eru beitt misrétti svona ung er eins og það taki svona langan tíma, 30-40 ár fyrir þennan einstakling að gera sér grein fyrir því að hann gerði ekkert rangt. Mér sýndist það vera munstrið á þessu. Þetta átti við um þá alla.” Bergsteinn, eða Besti eins og hann er jafnan kallaður, er einn farsælasti tökumaður landsins. Hann ræddi ferilinn í Fókus á Stöð 2 síðasta laugardagskvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Upphaf Breiðuvíkurmálsins má rekja til þess þegar kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson frétti frá vini sínum af tilvist steypts klefa í kjallara hótelsins á Breiðavík, sem eitt sinn var vistheimili fyrir börn. ,,Birna sem er staðarhaldari fór með hann niður í kjallara og sýndi honum klefa þar sem voru rimlar steyptir í vegg. Það var bara eitthvað rangt við þetta, að svona klefi væri í húsi þar sem börn voru vistuð,” segir Bergsteinn, sem fór í kjölfarið að reyna að hafa upp á drengjum sem höfðu dvalið á Breiðavík. Það gekk hinsvegar ekki vel. ,,Það var bara dauðaþögn, það vildi enginn tala við mig. Það vissi enginn neitt og það var eins og enginn hefði verið þarna.” Þegar Bergsteinn náði sambandi við drengina kom í ljós skelfileg misnotkun og ofbeldi sem vistmenn á Breiðavík höfðu þurft að þola. Besti vann að myndinni í fjölda ára og í millitíðinni komst málið í hámæli í fjölmiðlum. Svo fór fyrir rest að Breiðavíkurdrengjunum voru dæmdar bætur og forsætisráðherra bað þá afsökunar á þeirri meðferð sem þeir máttu sæta. ,,Ég held að þetta hafi gert ansi mikið fyrir þessa menn sem voru þarna og það er ansi góð tilfinning,” segir Bergsteinn. ,,Það er eins og þegar börn eru beitt misrétti svona ung er eins og það taki svona langan tíma, 30-40 ár fyrir þennan einstakling að gera sér grein fyrir því að hann gerði ekkert rangt. Mér sýndist það vera munstrið á þessu. Þetta átti við um þá alla.” Bergsteinn, eða Besti eins og hann er jafnan kallaður, er einn farsælasti tökumaður landsins. Hann ræddi ferilinn í Fókus á Stöð 2 síðasta laugardagskvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.
Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira