Fangaklefi á barnaheimili vakti grunsemdir 25. mars 2015 11:34 Upphaf Breiðuvíkurmálsins má rekja til þess þegar kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson frétti frá vini sínum af tilvist steypts klefa í kjallara hótelsins á Breiðavík, sem eitt sinn var vistheimili fyrir börn. ,,Birna sem er staðarhaldari fór með hann niður í kjallara og sýndi honum klefa þar sem voru rimlar steyptir í vegg. Það var bara eitthvað rangt við þetta, að svona klefi væri í húsi þar sem börn voru vistuð,” segir Bergsteinn, sem fór í kjölfarið að reyna að hafa upp á drengjum sem höfðu dvalið á Breiðavík. Það gekk hinsvegar ekki vel. ,,Það var bara dauðaþögn, það vildi enginn tala við mig. Það vissi enginn neitt og það var eins og enginn hefði verið þarna.” Þegar Bergsteinn náði sambandi við drengina kom í ljós skelfileg misnotkun og ofbeldi sem vistmenn á Breiðavík höfðu þurft að þola. Besti vann að myndinni í fjölda ára og í millitíðinni komst málið í hámæli í fjölmiðlum. Svo fór fyrir rest að Breiðavíkurdrengjunum voru dæmdar bætur og forsætisráðherra bað þá afsökunar á þeirri meðferð sem þeir máttu sæta. ,,Ég held að þetta hafi gert ansi mikið fyrir þessa menn sem voru þarna og það er ansi góð tilfinning,” segir Bergsteinn. ,,Það er eins og þegar börn eru beitt misrétti svona ung er eins og það taki svona langan tíma, 30-40 ár fyrir þennan einstakling að gera sér grein fyrir því að hann gerði ekkert rangt. Mér sýndist það vera munstrið á þessu. Þetta átti við um þá alla.” Bergsteinn, eða Besti eins og hann er jafnan kallaður, er einn farsælasti tökumaður landsins. Hann ræddi ferilinn í Fókus á Stöð 2 síðasta laugardagskvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira
Upphaf Breiðuvíkurmálsins má rekja til þess þegar kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson frétti frá vini sínum af tilvist steypts klefa í kjallara hótelsins á Breiðavík, sem eitt sinn var vistheimili fyrir börn. ,,Birna sem er staðarhaldari fór með hann niður í kjallara og sýndi honum klefa þar sem voru rimlar steyptir í vegg. Það var bara eitthvað rangt við þetta, að svona klefi væri í húsi þar sem börn voru vistuð,” segir Bergsteinn, sem fór í kjölfarið að reyna að hafa upp á drengjum sem höfðu dvalið á Breiðavík. Það gekk hinsvegar ekki vel. ,,Það var bara dauðaþögn, það vildi enginn tala við mig. Það vissi enginn neitt og það var eins og enginn hefði verið þarna.” Þegar Bergsteinn náði sambandi við drengina kom í ljós skelfileg misnotkun og ofbeldi sem vistmenn á Breiðavík höfðu þurft að þola. Besti vann að myndinni í fjölda ára og í millitíðinni komst málið í hámæli í fjölmiðlum. Svo fór fyrir rest að Breiðavíkurdrengjunum voru dæmdar bætur og forsætisráðherra bað þá afsökunar á þeirri meðferð sem þeir máttu sæta. ,,Ég held að þetta hafi gert ansi mikið fyrir þessa menn sem voru þarna og það er ansi góð tilfinning,” segir Bergsteinn. ,,Það er eins og þegar börn eru beitt misrétti svona ung er eins og það taki svona langan tíma, 30-40 ár fyrir þennan einstakling að gera sér grein fyrir því að hann gerði ekkert rangt. Mér sýndist það vera munstrið á þessu. Þetta átti við um þá alla.” Bergsteinn, eða Besti eins og hann er jafnan kallaður, er einn farsælasti tökumaður landsins. Hann ræddi ferilinn í Fókus á Stöð 2 síðasta laugardagskvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.
Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Sjá meira