Lífið

Fangaklefi á barnaheimili vakti grunsemdir

Upphaf Breiðuvíkurmálsins má rekja til þess þegar kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson frétti frá vini sínum af tilvist steypts klefa í kjallara hótelsins á Breiðavík, sem eitt sinn var vistheimili fyrir börn.

,,Birna sem er staðarhaldari fór með hann niður í kjallara og sýndi honum klefa þar sem voru rimlar steyptir í vegg. Það var bara eitthvað rangt við þetta, að svona klefi væri í húsi þar sem börn voru vistuð,” segir Bergsteinn, sem fór í kjölfarið að reyna að hafa upp á drengjum sem höfðu dvalið á Breiðavík. Það gekk hinsvegar ekki vel.

,,Það var bara dauðaþögn, það vildi enginn tala við mig. Það vissi enginn neitt og það var eins og enginn hefði verið þarna.”

Þegar Bergsteinn náði sambandi við drengina kom í ljós skelfileg misnotkun og ofbeldi sem vistmenn á Breiðavík höfðu þurft að þola. Besti vann að myndinni í fjölda ára og í millitíðinni komst málið í hámæli í fjölmiðlum.

Svo fór fyrir rest að Breiðavíkurdrengjunum voru dæmdar bætur og forsætisráðherra bað þá afsökunar á þeirri meðferð sem þeir máttu sæta. ,,Ég held að þetta hafi gert ansi mikið fyrir þessa menn sem voru þarna og það er ansi góð tilfinning,” segir Bergsteinn. ,,Það er eins og þegar börn eru beitt misrétti svona ung er eins og það taki svona langan tíma, 30-40 ár fyrir þennan einstakling að gera sér grein fyrir því að hann gerði ekkert rangt. Mér sýndist það vera munstrið á þessu.

Þetta átti við um þá alla.” Bergsteinn, eða Besti eins og hann er jafnan kallaður, er einn farsælasti tökumaður landsins. Hann ræddi ferilinn í Fókus á Stöð 2 síðasta laugardagskvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.