Páll Óskar komst ekki í Eurovision: „Olli mér gífurlegum vonbrigðum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. mars 2015 07:00 Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrum Eurovisionfari, gerði árið 2007 tilraun til að taka þátt í söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva með laginu Allt fyrir Ástina. Hann sendi lagið í undankeppni RÚV en var hafnað á þeim forsendum að einn lagahöfundanna var sænskur. „Þetta olli mér gífurlegum vonbrigðum á sínum tíma. En þá kváðu reglurnar hjá RÚV á um það að allir lagahöfundar og textahöfundar yrðu að vera af íslensku bergi brotnir,“ sagi Páll Óskar í hlaðvarpsþættinum Eurovísi sem birtur var í gær. Hann var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, miðborgarstjóra og fyrrum Eurovision-kynni. Árið 2008 var reglunum breytt þannig að tveir þriðju hluta lagsins og helmingur texta séu eftir íslenska höfunda.Sjá einnig: Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar og Jakob Frímann voru báðir afar gagnrýnir á strangar reglur RíkisútvarpsinsEins og að láta handboltamenn fá kartöflur „Mörður Árnason kom með það að það mætti alls ekki hafa lagið á ensku þó svo að keppnin fari fram á ensku að mestu leyti. Það hefur gilt til dagsins í dag að öll undankeppnin þarf að vera á íslensku. Þetta er svona eisn og að senda handboltalandsliðið í æfingabúðir með kartöflupoka sem þeir kasta á milli sín og svo fara þeir á vettvang og fá þá handbolta til að keppa með,“ sagði Jakob Frímann. Jakob sagðist hafa rætt þetta margoft við bæði útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Hann er á þeirri skoðun að það eigi að vera ákvörðun höfundarins á hvaða tungumáli hann vilji semja lagið, það séu grundvallarmannréttindi.Páll Óskar keppti árið 1997 í Eurovision.„Með fullri virðingu fyrir ríkissjónvarpið er ekki „in da pop industri,“ frekar en 365 en 365 þó meira ýfir að líkindum. [...] Það að ein sjónvarpsstöð sé að véla um það hvernig eigi að gera þetta, hver eigi að gera hvað, hvernig lagið eigi að vera eða megi vera. Þeir eiga að láta það fagfélögum og fagmönnum eftir ef við viljum ná betri árangri en við höfum almennt verið að ná,“ sagði Jakob. Plata Páls Óskars, Allt fyrir ástina, var gefin út árið 2007 og naut gríðarlegra vinsælda hér á landi. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd með lagið Valentine‘s lost, en þrátt fyrir frábæra frammistöðu komst hann ekki upp úr undanúrslitunum. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins syngur Páll Óskar Eurovision-lagið sitt frá árinu 1997 og leikur Ásgeir Ásgeirsson undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Lífið Fleiri fréttir Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og fyrrum Eurovisionfari, gerði árið 2007 tilraun til að taka þátt í söngvakeppni evróskra sjónvarpsstöðva með laginu Allt fyrir Ástina. Hann sendi lagið í undankeppni RÚV en var hafnað á þeim forsendum að einn lagahöfundanna var sænskur. „Þetta olli mér gífurlegum vonbrigðum á sínum tíma. En þá kváðu reglurnar hjá RÚV á um það að allir lagahöfundar og textahöfundar yrðu að vera af íslensku bergi brotnir,“ sagi Páll Óskar í hlaðvarpsþættinum Eurovísi sem birtur var í gær. Hann var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, miðborgarstjóra og fyrrum Eurovision-kynni. Árið 2008 var reglunum breytt þannig að tveir þriðju hluta lagsins og helmingur texta séu eftir íslenska höfunda.Sjá einnig: Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar og Jakob Frímann voru báðir afar gagnrýnir á strangar reglur RíkisútvarpsinsEins og að láta handboltamenn fá kartöflur „Mörður Árnason kom með það að það mætti alls ekki hafa lagið á ensku þó svo að keppnin fari fram á ensku að mestu leyti. Það hefur gilt til dagsins í dag að öll undankeppnin þarf að vera á íslensku. Þetta er svona eisn og að senda handboltalandsliðið í æfingabúðir með kartöflupoka sem þeir kasta á milli sín og svo fara þeir á vettvang og fá þá handbolta til að keppa með,“ sagði Jakob Frímann. Jakob sagðist hafa rætt þetta margoft við bæði útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Hann er á þeirri skoðun að það eigi að vera ákvörðun höfundarins á hvaða tungumáli hann vilji semja lagið, það séu grundvallarmannréttindi.Páll Óskar keppti árið 1997 í Eurovision.„Með fullri virðingu fyrir ríkissjónvarpið er ekki „in da pop industri,“ frekar en 365 en 365 þó meira ýfir að líkindum. [...] Það að ein sjónvarpsstöð sé að véla um það hvernig eigi að gera þetta, hver eigi að gera hvað, hvernig lagið eigi að vera eða megi vera. Þeir eiga að láta það fagfélögum og fagmönnum eftir ef við viljum ná betri árangri en við höfum almennt verið að ná,“ sagði Jakob. Plata Páls Óskars, Allt fyrir ástina, var gefin út árið 2007 og naut gríðarlegra vinsælda hér á landi. Eiríkur Hauksson fór út fyrir Íslands hönd með lagið Valentine‘s lost, en þrátt fyrir frábæra frammistöðu komst hann ekki upp úr undanúrslitunum. Viðtalið í heild má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins syngur Páll Óskar Eurovision-lagið sitt frá árinu 1997 og leikur Ásgeir Ásgeirsson undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Lífið Fleiri fréttir Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Sjá meira
Páll Óskar í Eurovision 2016? Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að senda lag inn í undankeppnina þegar hann fær rétta lagið í hendurnar. 25. mars 2015 11:30