Stjarnan og Breiðablik unnu leiki sína í Lengjubikar karla í kvöld.
Arnþór Ari Atlason skoraði tvö mörk fyrir Blika er liðið valtaði yfir Víking frá Ólafsvík. Víkingur komst yfir í leiknum en þá tóku Blikar yfir.
Arnþór Ari að minna á sig en hann kom frá Fram. Fín tíðindi fyrir Blika að liðið skori mikið af mörkum sama dag og liðið varð að sjá á eftir Kristjáni Flóka Finnbogasyni í Hafnarfjörðinn en Blikar töldu að hann kæmi til þeirra.
Blikar komust upp í þriðja sæti síns riðils með sigrinum. Eru á eftir Fylki og FH en eiga leik, og leiki, inni. Víkingur í næstneðsta sæti.
Jeppe Hansen skoraði eina markið er Stjarnan tók á móti Þór á Samsung-vellinum. Jeppe Hansen með markið skömmu fyrir leikslok. Stjarnan komst með sigrinum upp í þriðja sæti síns riðils en Þór er á botninum.
Úrslit:
Breiðablik-Víkingur Ó. 4-1
0-1 Steinar Már Ragnarsson, 1-1 Guðjón Pétur Lýðsson, 2-1 Arnþór Ari Atlason, 3-1 Ellert Hreinsson, 4-1 Arnþór Ari Atlason.
Stjarnan-Þór 1-0
1-0 Jeppe Hansen (88.)
Davíð Snær tók myndir úr leik Stjörnunnar og Þórs sem má sjá hér að ofan.
Jeppe og Arnþór Ari í stuði | Myndir

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

