„Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Hjörtur Hjartarson skrifar 24. mars 2015 19:30 Það er enginn dugnaður í stjórnmálamönnum í dag og þeir gera ekki neitt, segir ellilífeyrisþegi sem ætlað er að framfleyta sér á ríflega fimmtíu þúsund krónum á mánuði. Hún hvetur eldri borgara til að sameinast á láta í sér heyra, annars verði kjör þeirra aldrei bætt. Guðrún Einarsdóttir dvelur þessa dagana á Vífilstaðaspítala þar sem hún fær þá umönnun sem hún þarfnast. Hún bíður eftir varanlegu plássi á hjúkrunarheimili en þarf á sama tíma að reka sitt eigið heimili í vesturbænum. Til þess fær hún í dagpeninga, 53 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekki nokkur leið að lifa af 53 þúsund krónum á mánuði, það er ekki hægt,“ segir Guðrún. Guðrún er 82 ára og hefur undanfarna fimm mánuði beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili. Vegna veikinda var hún vistuð á Vífilstaðaspítala og samkvæmt núgildandi reglum falla lífeyrisgreiðslur hennar niður í kjölfarið. Í staðinn fær hún vasapening upp á 53.354 krónur á mánuði. „Nú þarf að virkja alla eldri borgara. Þeir verða núna að standa upp og láta í sér heyra.“ Annars gerist ekki neitt að mati Guðrúnar. Það hafi sýnt sig engin leið sé að treysta á stjórnmálamenn. „Þeir gera ekki neitt. Það er enginn dugnaður í þeim og það hefur ekki heyrst í velferðarráðuneytinu síðan nýja stjórnin tók við. Svo það er kominn tími til að þeir láti heyra í sér og geri eitthvað,“ segir Guðrún ákveðin. Guðrún vildi þó að fram kæmi að vel væri hugsað um fólkið á Vífilsstöðum. „Það er alveg sérstaklega gott fólkið hérna í alla staði, vakandi yfir okkur og það gerir okkur svo lífið miklu léttara hérna.“ Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Tengdar fréttir Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira
Það er enginn dugnaður í stjórnmálamönnum í dag og þeir gera ekki neitt, segir ellilífeyrisþegi sem ætlað er að framfleyta sér á ríflega fimmtíu þúsund krónum á mánuði. Hún hvetur eldri borgara til að sameinast á láta í sér heyra, annars verði kjör þeirra aldrei bætt. Guðrún Einarsdóttir dvelur þessa dagana á Vífilstaðaspítala þar sem hún fær þá umönnun sem hún þarfnast. Hún bíður eftir varanlegu plássi á hjúkrunarheimili en þarf á sama tíma að reka sitt eigið heimili í vesturbænum. Til þess fær hún í dagpeninga, 53 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekki nokkur leið að lifa af 53 þúsund krónum á mánuði, það er ekki hægt,“ segir Guðrún. Guðrún er 82 ára og hefur undanfarna fimm mánuði beðið eftir plássi á hjúkrunarheimili. Vegna veikinda var hún vistuð á Vífilstaðaspítala og samkvæmt núgildandi reglum falla lífeyrisgreiðslur hennar niður í kjölfarið. Í staðinn fær hún vasapening upp á 53.354 krónur á mánuði. „Nú þarf að virkja alla eldri borgara. Þeir verða núna að standa upp og láta í sér heyra.“ Annars gerist ekki neitt að mati Guðrúnar. Það hafi sýnt sig engin leið sé að treysta á stjórnmálamenn. „Þeir gera ekki neitt. Það er enginn dugnaður í þeim og það hefur ekki heyrst í velferðarráðuneytinu síðan nýja stjórnin tók við. Svo það er kominn tími til að þeir láti heyra í sér og geri eitthvað,“ segir Guðrún ákveðin. Guðrún vildi þó að fram kæmi að vel væri hugsað um fólkið á Vífilsstöðum. „Það er alveg sérstaklega gott fólkið hérna í alla staði, vakandi yfir okkur og það gerir okkur svo lífið miklu léttara hérna.“ Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Tengdar fréttir Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira
Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00