Lífið

Mulder og Scully snúa aftur í nýjum X-Files þáttum

Birgir Olgeirsson skrifar
Mulder og Scully
Mulder og Scully
Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hefur staðfest að framleiðsla á nýjum X-Files þáttum hefjist í sumar. Chris Carter, höfundur þáttanna, mun koma að framleiðslu þáttanna og þá er staðfest að Gillian Anderson og David Duchnovy snúa aftur sem Mulder og Scully.

Þættirnir nutu mikilla vinsælda um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar en alls voru sýndir 202 þættir á árunum 1993 til 2002. Þættirnir sögðu frá starfi Fox Mulder og Dana Scully hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI.

Í fyrstu virtust Mulder og Scully ekki eiga skap saman enda trúir Mulder á tilvist geimvera og yfirnáttúrlegra hluta á meðan Scully var fengin til að hrekja málin hans og sýna fram á að allt eigi sér eðlilegar skýringar.

Nýja serían telur sex þætti en ekki hefur verið gefið út hvenær þeir verða sýndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.