Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Sunna Dóra Möller og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. mars 2015 11:08 Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun