Segir pólitísk fingraför á tillögum um fjölgun seðlabankastjóra ingvar haraldsson skrifar 23. mars 2015 19:00 Þórólfi Matthíassyni hugnast illa hugmyndir um fjölgun seðlabankastjóra. vísir/arnþór/kristinn „Mér finnst óþarfi að hafa þá þrjá og það lyktar af pólitískri skiptingu,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um tillögur nefndar um endurskoðun laga um Seðlabankann. Í tillögunum er lagt til að seðlabankastjórar verði þrír. „Þó að þeir skrifi mjög mikið um það að það eigi ekki að verða, þá finnst mér það frekar þunn röksemdafærsla og augljóst að stjórnmálamennirnir ætla sér að vera með puttana í þessu áfram,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að núverandi kerfi gangi ágætlega. Seðlabankastjórar eru nú tveir, Már Guðmundsson aðalseðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þá ákveður peningastefnunefnd stýrivexti en í henni eru fimm manns. Tveir aðilar skipaðir af fjármálaráðherra, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af yfirmönnum bankans á sviði peningamála. Lagt er til að seðlabankastjórarnir þrír muni taka sæti í peningastefnunefndinni og áfram verði tveir meðlimir hennar skipaðir af fjármálaráðherra. Þórólfur bendir því á að seðlabankastjóri sé ekki einráður um málefni bankans. „Peningastefnunefndin tekur mikilvægar ákvarðanir og það er ekki lagt á hendur þessa eina manns,“ segir Þórólfur.Telur ákvæði um nafnleynd líta illa út „Þetta ákvæði um nafnleynd umsækjenda slær mig illa,“ segir Þórólfur en í tillögunum er lagt til að nafnleynd ríki um umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra. „Það býður upp á vandamál. Ef menn eru ekki tilbúnir að standa við umsókn um svona stöðu, eiga þeir ekki að sækja um,“ segir Þórólfur.Ekki auðvelt að finna þrjá hæfa „Það er ekkert auðvelt að finna þrjá menn sem eru faglega hæfir og með stjórnunarreynslu úr bankakerfinu sem uppfylla þetta. Innan bankakerfisins verða menn of tengdir svo það er erfitt að finna menn þaðan sem eru nægjanlega óháðir. Yfirleitt verður þetta fólk að koma innan úr seðlabankanum eða úr erlendum seðlabönkum eins og Már gerði eiginlega. Það er ekki margir sem uppfylla þessi skilyrði og það þrefaldar vandræðin. Þá er verið að ná öðrum markmiðum í mínum huga,“ segir Þórólfur. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
„Mér finnst óþarfi að hafa þá þrjá og það lyktar af pólitískri skiptingu,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um tillögur nefndar um endurskoðun laga um Seðlabankann. Í tillögunum er lagt til að seðlabankastjórar verði þrír. „Þó að þeir skrifi mjög mikið um það að það eigi ekki að verða, þá finnst mér það frekar þunn röksemdafærsla og augljóst að stjórnmálamennirnir ætla sér að vera með puttana í þessu áfram,“ segir Þórólfur. Þórólfur telur að núverandi kerfi gangi ágætlega. Seðlabankastjórar eru nú tveir, Már Guðmundsson aðalseðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri. Þá ákveður peningastefnunefnd stýrivexti en í henni eru fimm manns. Tveir aðilar skipaðir af fjármálaráðherra, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og einn af yfirmönnum bankans á sviði peningamála. Lagt er til að seðlabankastjórarnir þrír muni taka sæti í peningastefnunefndinni og áfram verði tveir meðlimir hennar skipaðir af fjármálaráðherra. Þórólfur bendir því á að seðlabankastjóri sé ekki einráður um málefni bankans. „Peningastefnunefndin tekur mikilvægar ákvarðanir og það er ekki lagt á hendur þessa eina manns,“ segir Þórólfur.Telur ákvæði um nafnleynd líta illa út „Þetta ákvæði um nafnleynd umsækjenda slær mig illa,“ segir Þórólfur en í tillögunum er lagt til að nafnleynd ríki um umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra. „Það býður upp á vandamál. Ef menn eru ekki tilbúnir að standa við umsókn um svona stöðu, eiga þeir ekki að sækja um,“ segir Þórólfur.Ekki auðvelt að finna þrjá hæfa „Það er ekkert auðvelt að finna þrjá menn sem eru faglega hæfir og með stjórnunarreynslu úr bankakerfinu sem uppfylla þetta. Innan bankakerfisins verða menn of tengdir svo það er erfitt að finna menn þaðan sem eru nægjanlega óháðir. Yfirleitt verður þetta fólk að koma innan úr seðlabankanum eða úr erlendum seðlabönkum eins og Már gerði eiginlega. Það er ekki margir sem uppfylla þessi skilyrði og það þrefaldar vandræðin. Þá er verið að ná öðrum markmiðum í mínum huga,“ segir Þórólfur.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira