Volkswagen dregur úr starfsemi í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 11:15 Frá verksmiðju Volkswagen í Rússlandi. Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent
Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent