Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 11:00 Sævar Helgi er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Vísir „Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“ Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“
Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25