Erlent

Singapúrar syrgja fyrsta forsætisráðherra landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Lee gegndi embætti forsætisráðherra Singapúr í 31 ár, frá 1959 til 1990.
Lee gegndi embætti forsætisráðherra Singapúr í 31 ár, frá 1959 til 1990. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Singapúr hafa lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna fráfalls Lee Kuan Yew, fyrsta forsætisráðherra landsins. Lee lést í gær, 91 árs að aldri.

Lee fór fyrir því að breyta Singapúr úr því að vera lítil hafnarborg í að verða eitt auðugasta ríki heims. Hann gegndi embætti forsætisráðherra ríkisins í 31 ár, frá 1959 til 1990. Singapúr hlaut heimastjórn árið 1959 og varð sjálfstætt ríki árið 1965.

Í frétt BBC kemur fram að erlendir þjóðarleiðtogar hafi hyllt Lee í kjölfar fráfalls hans. Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti honum sem einum af „risum sögunnar“ og talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sem einstaklega áhrifamiklum asískum þjóðarleiðtoga.

Lík Lee verður í opinni kistu í þinghúsi ríkisins frá miðvikudegi til laugardags, en hann verður svo borinn til grafar á sunnudag.

Lee hlaut lungnabólgu fyrir nokkrum vikum og var í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús. Hann lést svo snemma á mánudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×