Pelíkanarnir fjarlægjast úrslitakeppnina | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2015 07:47 Anthony Davis reynir að verjast Blake Griffin í leiknum í nótt. Vísir/Getty Staða New Orleans Pelicans í vesturdeild NBA-deildarinnar í körfubolta er orðin erfið eftir tap liðsins gegn LA Clippers í nótt, 107-100. New Orleans er í tíunda sæti deildarinnar með 37 sigra, einum sigri á eftir Phoenix sem vann afar mikilvægan sigur á Dallas í nótt, 98-92. Oklahoma City er svo í áttunda sætinu með 40 sigra. Blake Griffin skoraði 23 stig í leiknum í nótt, sem og Chris Paul sem bætti við ellefu stoðsendingum. Þetta var fjórði sigur Clippers í röð en liðið refsaði grimmt fyrir hver mistök sem New Orleans gerðu. Gestirnir töpuðu boltanum alls átján sinnum í leiknum en Anthony Davis var stigahæstur þeirra með 26 stig auk þess sem hann tók tólf fráköst. Hann hafði misst af síðustu tveimur leikjum á undan vegna ökklameiðsla. Oklahoma City vann Miami, 93-75, þar sem Russell Westbrook náði sér í sína tíundu þreföldu tvennu. Hann var með tólf stig, tíu fráköst og sautján stoðsendingar. Enes Kanter var þó stigahæstur með 27 stig, þar af fimmtán í fyrsta leikhluta. Miami er enn ekki öruggt með sæti í úrslitakeppninni austanmegin. Liðið er í sjöunda sæti með 32 sigra en Charlotte, Boston, Indiana koma næst með 30 sigra og Brooklyn með 29. Cleveland er þó í góðri stöðu í öðru sætinu í austrinu en liðið vann Milwaukee í nótt, 108-90. LeBron James skoraði 28 stig og JR Smith 23 en Cleveland hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Atlanta, langefsta lið austurdeildarinnar, tapaði hins vegar fyrir meisturunum í San Antonio sem er í sjötta sætinu í vestrinu með 44 sigra, jafn marga og Dallas og Portland. Tiago Splitter var með 23 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið þrjá í röð. Þá mættust tvö gömul stórveldi sem eru bæði í næstneðsta sæti sinna deilda. LA Lakers úr vestrinu vann Philadelphia úr austrinu, 101-87, þar sem Jeremy Lin skoraði 29 stig fyrir Lakers sem komst á 20-4 sprett í fjórða leikhluta.Úrslit næturinnar: Milwaukee - Cleveland 90-108 Oklahoma City - Miami 93-75 Atlanta - San Antonio 95-114 LA Clippers - New Orleans 107-100 Toronto - New York 106-89 Sacramento - Washington 109-86 Boston - Detroit 97-105 Orlando - Denver 100-119 Minnesota - Charlotte 98-109 Phoenix - Dallas 98-92 LA Lakers - Philadelphia 101-87 NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Staða New Orleans Pelicans í vesturdeild NBA-deildarinnar í körfubolta er orðin erfið eftir tap liðsins gegn LA Clippers í nótt, 107-100. New Orleans er í tíunda sæti deildarinnar með 37 sigra, einum sigri á eftir Phoenix sem vann afar mikilvægan sigur á Dallas í nótt, 98-92. Oklahoma City er svo í áttunda sætinu með 40 sigra. Blake Griffin skoraði 23 stig í leiknum í nótt, sem og Chris Paul sem bætti við ellefu stoðsendingum. Þetta var fjórði sigur Clippers í röð en liðið refsaði grimmt fyrir hver mistök sem New Orleans gerðu. Gestirnir töpuðu boltanum alls átján sinnum í leiknum en Anthony Davis var stigahæstur þeirra með 26 stig auk þess sem hann tók tólf fráköst. Hann hafði misst af síðustu tveimur leikjum á undan vegna ökklameiðsla. Oklahoma City vann Miami, 93-75, þar sem Russell Westbrook náði sér í sína tíundu þreföldu tvennu. Hann var með tólf stig, tíu fráköst og sautján stoðsendingar. Enes Kanter var þó stigahæstur með 27 stig, þar af fimmtán í fyrsta leikhluta. Miami er enn ekki öruggt með sæti í úrslitakeppninni austanmegin. Liðið er í sjöunda sæti með 32 sigra en Charlotte, Boston, Indiana koma næst með 30 sigra og Brooklyn með 29. Cleveland er þó í góðri stöðu í öðru sætinu í austrinu en liðið vann Milwaukee í nótt, 108-90. LeBron James skoraði 28 stig og JR Smith 23 en Cleveland hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Atlanta, langefsta lið austurdeildarinnar, tapaði hins vegar fyrir meisturunum í San Antonio sem er í sjötta sætinu í vestrinu með 44 sigra, jafn marga og Dallas og Portland. Tiago Splitter var með 23 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið þrjá í röð. Þá mættust tvö gömul stórveldi sem eru bæði í næstneðsta sæti sinna deilda. LA Lakers úr vestrinu vann Philadelphia úr austrinu, 101-87, þar sem Jeremy Lin skoraði 29 stig fyrir Lakers sem komst á 20-4 sprett í fjórða leikhluta.Úrslit næturinnar: Milwaukee - Cleveland 90-108 Oklahoma City - Miami 93-75 Atlanta - San Antonio 95-114 LA Clippers - New Orleans 107-100 Toronto - New York 106-89 Sacramento - Washington 109-86 Boston - Detroit 97-105 Orlando - Denver 100-119 Minnesota - Charlotte 98-109 Phoenix - Dallas 98-92 LA Lakers - Philadelphia 101-87
NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli