FH bar sigurorð af Fylki, 2-1, í seinni leik dagsins í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta.
Ásgeir Örn Arnþórsson kom Fylki yfir á 51. mínútu en Atli Guðnason jafnaði metin af vítapunktinum 12 mínútum síðar.
Það var svo Steven Lennon sem skoraði sigurmark FH á 65. mínútu með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu í stöng og inn.
Þetta var fyrsta tap Fylkis í Lengjubikarnum í ár en Árbæingar eru enn í toppsæti riðils 1 með 13 stig eftir sex leiki. FH-ingar koma þar á eftir með 12 stig eftir fimm leiki.
Lennon með glæsimark í sigri FH

Tengdar fréttir

Martin tryggði KR stig fyrir norðan
KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrri leik dagsins í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á gervigrasvelli KA-manna.

Elvar Páll með tvennu í fyrsta leiknum fyrir Leikni | ÍA og Valur á góðu róli
Fimm leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í dag.

Þróttarar rúlluðu yfir Eyjamenn | Sjáðu mörkin
Óvænt úrslit urðu í Lengjubikarnum í fótbolta í gær þegar tvö Pepsi-deildar félög töpuðu fyrir 1. deildar liðum.